Styrktarsjóður BSRB

FOS-Vest er aðili að Styrktarsjóði BSRB. Allar upplýsingar um umsóknir eru gefnar upp á skrifstofu styrktarsjóðsins í síma 525-8380.

Sjóðurinn greiðir bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilfellum eftir því sem nánar er mælt fyrir í reglum sjóðsins. Sjóðurinn styrkir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum.

Styrktarsjóður BSRB hefur nú tekið upp rafrænt umsóknarkerfi. Allir þeir sem hyggjast sækja um styrk hjá sjóðnum eru nú beðnir að fylla út rafrænt umsóknarform á heimasíðu sjóðsins. Hægt er að komast inn á þetta form með því að smella á hnappinn "Sækja um í Styrktarsjóð BSRB" sem ætti að vera sýnilegur vinstra megin á forsíðunni. Einnig er linkur að síðunni hér að neðan:
http://styrktarsjodur.bsrb.is/

Ferlið gengur nú þannig fyrir sig að umsóknarformið skal fyllt út á heimasíðu Styrktarsjóðsins. Í kjölfarið fær umsækjandi úthlutað umsóknarnúmeri. Þá þarf að skila inn reikningum sem sótt er um styrk vegna. Umsækjendur eru beðnir að merkja reikningana með umsóknarnúmerinu sem þeir fá útlhutað eftir að hafa fyllt út formið.

Hægt er að senda reikninga í pósti eða koma með þá staðinn. Séu reikningar póstlagðir skal merkja þá á eftirfarandi hátt:
Styrktarsjóður BSRB
Grettisgötu 89
105 Reykjavík

Athugið að frumrit reikninga þurfa að fylgja með umsóknum.

Farið vel yfir úthlutunarreglur sjóðsins