Starfsmenntunarsjóður

Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum eyðublað sem nálgast má hér.

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs:
Sigurður Arnórsson
Hjörtur Arnar Sigurðsson
Bergþóra Kristín Borgarsdóttir
Kristín Guðrún Gunnarsdóttir

Til vara:Þórunn Sunneva Pétursdóttir

Starfsmenntunarsjóður F.O.S.Vest. - Starfs og úthlutunarreglur. 
Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins að Aðalstræti 24. 400 Ísafirði. 

 1. Umsóknum skal skila á til þess gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu F.O.S.Vest. Aðalstræti 24, 400 Ísafirði. Eða á heimasíðu félagsins www.fosvest.is
 2. Sjóðstjórn heldur fundi að jafnaði þriðja hvern mánuð og er umsóknarfrestur: 15. febrúar, 15. maí, 15. ágúst, 15. nóvember. Umsóknir sem lagðar eru fyrir fund eru afgreiddar í lok viðkomandi mánaða. Sjóðsstjórn er heimilt að fresta/fella niður fundi ef svo ber undir.
 3. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega hvers eðlis það nám er, sem sótt er um styrk til. Ef um ófullnægjandi útfyllingu eða rangar upplýsingar er að ræða á umsóknareyðublaði, ber viðkomandi umsækjandi, áhættuna af því að umfjöllun seinki, eða að umsókn verði hafnað. 
 4. Kostnaður umsækjanda vegna náms/námskeiðs, og/eða endurmenntun er styrkhæf, í öllum skólum og/eða námsverum með sambærileg kennsluréttindi. Endurhæfingamenntun í kjölfar þess að staða viðkomandi umsækjanda hafi verið lögð niður, er einnig styrkhæf. 
 5. Sjóðsstjórn setur reglur um hámarksfjárhæðir. Þær eru sem hér segir: 

  1. Nám og námskeið innanlands: 
  a) Nám/námskeið innanlands sem ekki skerða tekjur. kr. 100.000,- 
  b) Nám sem telst jafngilda skólavist í eitt ár og sinnt er launalaust eða að því fylgi veruleg launaskerðing. kr. 200.000,- 
  c) Kynnis og/eða námsferðir starfshópa innan og utanlands. 
  Lágmark fimm ár milli úthlutanna kr. 65.000.- (dregst frá lið 5.1.a.)
  d) Nám til meiraprófs/vinnuvélanámskeiða kr. 100.000,- (Hver félagsmaður getur fengið slíkan styrk einu sinni.) 

  2) Nám og námskeið erlendis: 
  Dagar: Með launum: Án launa: 
  a) 00-60 kr. 100.000,- kr. 100.000,- 
  b) 61 og lengur kr. 100.000,- kr. 200.000,-

  Hægt er að sækja um ferðakostnað vegna náms.

  Ferðastyrkur dregst frá lið 1. og 2. vegna náms innan og erlendis. Aðeins er hægt að sækja um ferðakostnað þegar sótt er um námsstyrk og skal ferðakostnaður vera sundurliðaður frá námsstyrk á umsóknareyðublaðinu.

  Greiðslur vegna aksturs geta aldrei orðið hærri en ferðasæti hjá Flugfélagi Íslands. Greiðslur innanbæjar eru ekki greiddar. Greiðslur vegna flugfargjalda í innanlandsflugi getur aldrei verið hærri en ferðasæti hjá Flugfélagi Íslands.

  Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði . Skilyrði er því að leggja fram frumrit greiddra reikninga ásamt greiðslukvittun. 
  Reikningur skal vera númeraður, með nafni og kennitölu nemanda, skilgreindum námstíma, og tegund náms/námskeiðs. 
  Reikningur skal vera stimplaður og greinilega merktur námsstofnun. Skila þarf inn vottorði um launalaust starfsleyfi frá stofnun viðkomandi launþega þegar það á við. Athugið að reikningar mega ekki vera eldri en 12.mánaða gamlir á þeim tíma sem sótt er um í sjóðinn.

  Aðrir reikningar, s.s. vegna ferðakostnaðar skulu vera númeraðir og stimplaðir og sannanlega tilkomnir vegna kostnaðar við nám eða verkefni. Reikningurinn skal einnig vera merktur með nafni og kennitölu sjóðsfélaga.
 6. Aðeins sjóðsfélagar geta fengið styrk úr sjóðnum. Þeir eru; allir starfsmenn sem eru félagar í F.O.S.Vest og eru fastráðnir starfsmenn sveitarfélaga,(þ.e. eftir 3 mán. í starfi) opinberra stofnanna, sjálfseignastofnanna og opinberra hlutafélaga, sem hafa gerst formlegir aðilar að sjóðnum og staðið skil á iðgjaldi í sjóðinn. Umsækjandi verður að vera í starfi hjá vinnuveitendum, sbr.6.tl.,bæði þegar hann sækir um styrkinn og þegar að námið á sér stað, nema að styrkurinn varði endurhæfingu þar sem staða umsækjenda hefur verið lögð niður. 
 7.  Félagar í F.O.S.Vest sem njóta elli eða örorkulífeyris hafa heimild til að sækja um styrk þó það miði ekki beinlínis að reglum í 6.grein. ( Enda hafi síðasta starf verið innan raða F.O.S.Vest ) Greiðslur til elli-og örorkulífeyrisþega geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af fjárhæðum sem kveðið er á um í 5.gr.
 8. Þá er heimilt að veita F.O.S.Vest. styrk til námskeiðahalds ætluðum félagsmönnum samanber reglugerð. 
 9. Stjórn sjóðsins setur sér starfsreglur og endurskoðar þær ár hvert, eða eins oft og þurfa þykir. 
 10. Dagsetning umsóknar er sú sem gildir við sjóðsafgreiðslu, og gildir það einnig um reikninga. 
 11. Þeir félagar, sem aldrei hafa fengið úthlutað úr sjóðnum og hafa verið félagar í a.m.k. eitt ár, njóta að jafnaði forgangs við úthlutun. 
 12. Umsækjandi sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á næstliðnum tólf mánuðum, getur að hámarki hlotið styrk sem nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksfjárhæð sbr.5.tl. 
 13. Ef styrksloforðs er ekki vitjað innan 3. mánaða frá dagsetningu tilkynningar sjóðsins til umsækjanda þá fellur styrksloforð niður. 
 14. Starfsreglur þessar, samþykktar á stjórnarfundi 16.11.2019 gilda á þær umsóknir sem afgreiddar eru eftir dagsetningu þessa óháð dagsetningu umsóknar. 
  Stjórn starfsmenntunarsjóðs getur breytt starfsreglum þessum án fyrirvara.