Sameining orlofspakka

Ágætu félagsmenn,

Í fyrra gerðum við tilraun með að sameina orlofspakka fjögurra félaga til að auka fjölbreytni í orlofsmálum aðildarfélaga Samflots.
Við teljum að það hafi tekist það vel að við ætlum að endurtaka leikinn, því félagsmenn þessara félaga tóku þessu mjög vel og voru duglegir að nýta sér það sem í boði var.
Í ár erum við með það sama í boði nema bústaðinn á Ísafirði, hann reyndist of lítill fyrir okkur, en í staðinn bjóðum við upp á bústað í Flókalundi í Vatnsfirði.
Þá erum við í fyrsta sinn að bjóða upp á orlofshús á Torrevieja á Spáni.

Og við bjóðum að sjálfsögðu upp á úrval af hótelgistingu um allt land á góðu verði sem og margt annað.

Enn allar nánari upplýsingar má finna í orlofsbæklingi félaganna sem er að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum þessa dagana og hann er líka hér á síðunni sem og á heimasíðum félaganna.

Ef einhver sem sér þetta hefur ekki fengið blaðið en telur að hann/hún eigi rétt á því beðinn að hafa samband við umsjónarmann orlofsblaðsins í síma 899-6213

Gleðilega páska og vonandi eiga allir gott og ánægjulegt orlofssumar.

Orlofsnefnd Samflots.

 

Hér að neðan er slóð að heimasíðu orlofssjóðsins ásamt orlofsblaði samflotsins. 

Orlofsblaðið