Leiðbeiningar inn á orlofsvefinn Samflot.is

Sótt er um íbúðir, bústaði og ávísanir á orlofsvef Samflots.  Slóðina má finna hér:

www.samflot.is

 

1. Allar bókanir fara fram á ORLOFSVEF SAMFLOTS, sem er á heimasíðum félaganna og á heimasíðu Samflots, samflot.is velja þar orlofsvefur og sækja um.

2. Skráið þar kennitölu og netfang (á úthlutunartíma kemur svarið í það netfang). Þar er hægt að fá upplýsingar, bóka og greiða fyrir húsin. Veljið Laust og þar er farið í Landsvæði og og velja þar svæði sem þeir vilja vera á, nú eða öll landsvæði til að sjá hvaða hús eru laus. Ef kerfið „fyrstur kemur fyrstur fær“ er í gildi þá panta félagsmenn og greiða strax.

3. Fyrir sumarsorlofstímann er auglýstur umsóknartími og allar umsóknir leggjast í afgreiðslugrunn kerfisins og bíða úthlutunar.

2. Úthlutun á sér stað á fyrirfram ákveðnum tíma sem auglýstur hefur verið. Kerfið hefur þá reiknað út punktastöðu hversfélagsmanns og úthlutar eftir þeim réttindum sem þar koma fram. Umsækjendur sem fá úthlutað fá staðfestingarbréf með númeri úthlutunar. Þeir sem ekki fá úthlutað fá synjunarbréf en fara jafnframt sjálfkrafa á biðlista.

3. Þegar umsækjandi sem fékk úthlutað hyggst greiða fyrir úthlutun:

1) Opna www.samflot.is á netinu.

2) Velja orlofsvefur á forsíðu.

3) Slá inn kennitölu og netfang....velja félag, SAMFLOT

4) Undir liðnum „Umsóknir“ stendur ógreidd úthlutun - ýta á hann, þá kemur upp greiðsluform fyrir kreditkort.

5) Fari greiðsla ekki fram innan tilskilins tíma fellur úthlutunin niður og fær þá næsti maður á biðlista úthlutað.

4. Ef félagsmenn hafna úthlutunum, þá er unnið úr biðlistum. Eftir það opnast kerfið og gildir þá reglan „fyrstur kemur - fyrstur fær”.

5. Utan úthlutunartímabila er opið fyrir bókanir innanlands tvo mánuði fram í tímann að undanskildum páska og sumarúthlutunartíma.

Sameining orlofspakka

Ágætu félagsmenn,

Í fyrra gerðum við tilraun með að sameina orlofspakka fjögurra félaga til að auka fjölbreytni í orlofsmálum aðildarfélaga Samflots.
Við teljum að það hafi tekist það vel að við ætlum að endurtaka leikinn, því félagsmenn þessara félaga tóku þessu mjög vel og voru duglegir að nýta sér það sem í boði var.
Í ár erum við með það sama í boði nema bústaðinn á Ísafirði, hann reyndist of lítill fyrir okkur, en í staðinn bjóðum við upp á bústað í Flókalundi í Vatnsfirði.
Þá erum við í fyrsta sinn að bjóða upp á orlofshús á Torrevieja á Spáni.

Og við bjóðum að sjálfsögðu upp á úrval af hótelgistingu um allt land á góðu verði sem og margt annað.

Enn allar nánari upplýsingar má finna í orlofsbæklingi félaganna sem er að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum þessa dagana og hann er líka hér á síðunni sem og á heimasíðum félaganna.

Ef einhver sem sér þetta hefur ekki fengið blaðið en telur að hann/hún eigi rétt á því beðinn að hafa samband við umsjónarmann orlofsblaðsins í síma 899-6213

Gleðilega páska og vonandi eiga allir gott og ánægjulegt orlofssumar.

Orlofsnefnd Samflots.

 

Hér að neðan er slóð að heimasíðu orlofssjóðsins ásamt orlofsblaði samflotsins. 

Orlofsblaðið