Ýmis réttindi starfsmanna í vaktavinnu

Vetrarfrí og bæting.

Matar og kaffitímar.

 

Vegna matar og kaffitíma vaktavinnufólks: 

2.6.9 Starfsfólk í vaktavinnu hefur ekki sérstaka matar- og kaffitíma. Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína á vaktinni, ef því verður við komið starfsins vegna. Vegna takmörkunar þeirra sem að ofan greinir á matar- og kaffitímum skal telja hverja vakt sem unnin er til uppfyllingar vikulegri vinnuskyldu 25 mínútum lengri en raunverulegri viðveru nam óháð lengd vaktar. Mælist vinnutími þannig lengri en umsamin vinnuskylda skal það sem umfram er greiðast sem yfirvinna. 

2.6.9.1 Starfsmenn í vaktavinnu sem ekki njóta mataraðstöðu samkvæmt greinum 3.4.1 - 3.4.3. skulu fá það bætt með fæðispeningum, sem nema kr. 336,94 fyrir hvern vinnuskyldudag, enda séu þá uppfyllt neðantalin skilyrði: 
a. Vinnuskylda starfsmanns sé minnst sem svarar hálfri stöðu á viku. 
b. Starfsmaður hafi vinnuskyldu á vinnustað frá kl. 11:00 - 14:00 eða frá kl. 18:00 - 20:00 að frádregnu matarhléi. 
Greiðsla þessi skal breytast á þriggja mánaða fresti í samræmi við breytingu á matar- og drykkjavörulið (01) í vísitölu neysluverðs með vísitölu janúarmánaðar 2011 sem grunnvísitölu (186,60 stig). (Greinin gildir frá 1.júní 2011). 

Starfsfólk í vaktavinnu sem ekki nýtur mataraðstöðu skal fá það bætt með fæðispeningum samkvæmt grein 2.6.9.1 

Breyti atvinnurekandi greiðslufyrirkomulagi greinar 2.6.9 og felli matar og kaffitíma inn í dagvinnutíma starfsmanna, getur atvinnurekandi ekki ákveðið einhliða að hætta að greiða samkvæmt því fyrirkomulagi án fyrirvara. Atvinnurekandi verður því að segja formlega upp þessu greiðslufyrirkomulagi og tilkynna með skýrum hætti hvernig þetta mun taka breytingum, að liðnum uppsagnarfresti getur nýja fyrirkomulagið tekið við. uppagnarfrestur getur verið lengri en 3 mánuðir og ef starfsmaðurinn er kominn með 4-6 mánaða uppsagnarfrest þá á hann einnig við uppsögn á yfirvinnugreiðslum vegna 25 mínútnanna.