Frí í stað yfirvinnu

Kjarasamningur Samflots og SNS
Vinni starfsmaður yfirvinnu að beiðni atvinnurekanda skal greiða honum samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Samningar milli starfsmanna og atvinnurekanda sem fela í sér aðrar eða lægri kjör en kveðið er á um í kjarasamningum eru ólöglegir. 


2.3.10 Heimilt er starfsmanni, með samkomulagi við vinnuveitanda, að safna allt að 10 frídögum á ári vegna yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar en yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglulegu útborgun. Áunnið frí vegna yfirvinnu skal tekið innan 12 mánaða frá ávinnslu ella greiðist fríið út sem dagvinnustundir. 
Yfirvinnuálag er 44,44% af yfirvinnutímakaupi starfsmanns. Yfirvinnuálag skal ekki tekið út í fríi, heldur skal það greitt við næstu reglulegu útborgun, þ.e. þegar yfirvinnan ella hefði komið til greiðslu. 

Dæmi: 
Starfsmaður sem fær 4 tíma frí fyrir 4 tíma yfirvinnu fær greitt yfirvinnuálagið við næstu reglulegu útborgun, sem er 44,44% yfirvinnutímakaupi starfsmanns. Ávallt skal greiða út yfirvinnuálagið með næstu útborgun. 
Reglan er 1:1 auk greiðslu yfirvinnuálags. T.d. ef yfirvinnukaup er kr. 2.200,- þá er yfirvinnuálagið kr. 977,68,- 
Ber vinnuveitanda að sjá svo til að starfsmaður getir tekið sitt frí. Áunnið frí vegna yfirvinnu skal tekið innan 12 mánaða frá ávinnslu ella greiðist fríið út sem dagvinnustundir.

 

Starfslok: http://www.bsrb.is/vinnurettur/starfslok/