Launagreiðendur

Upplýsingar um sjóðagjöld fyrir launagreiðendur vegna samnings við Samband Íslenskra sveitarfélaga: 
Bæjarstarfsmannasamningar: 
(F) Félagssjóður 1% af heildarlaunum. (launþegi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan.
(O) Orlofssjóður0,9% (frá 1/1 2020) af heildarlaunum. (atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan. 
(E) Starfsmenntunarsjóður 0,40% af heildalaunum. (atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan.

(W) Viðræðunefndarsjóður Samflots 0,04% af heildalaunum. (Atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan. 
(S) Styrktarsjóður BSRB 0,75% af heildarlaunum. (Atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan. 
(M) Mannauðssjóður Samflots 0,20% af heildalaunum. 8frá1/1 2020)(Atvinnurekandi) Til Mannauðssjóðs Samflots. Sjá hér fyrir neðan.

(R)Starfsendurhæfingarsjóður 0,13% af heildarlaunum. (atvinnurekandi.) 
Skilast til Lífeyrissjóða. 

NÝTT! – FÉLAGSMANNASJÓÐUR

Stofnaður er sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar við aðra starfsmenn sveitarfélaga. Vinnuveitandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,24% af heildarlaunum félagsmanna og verður úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður 1. febrúar 2021.

Til að fjármagna þennan félagsmannasjóð gefa BSRB félög eftir hluta iðgjalda í mannauðssjóð og orlofssjóð.

  • Greiðsla launagreiðanda í mannauðssjóð lækkar úr 0,3% af heildarlaunum í 0,2%.
  • Greiðsla launagreiðanda í orlofssjóð FOS-Vest lækkar úr 1,0% í 0,9% af heildarlaunum.Ath samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn rétt á að vera í Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. LSS. Sjá www.lss.is  uppl. fyrir launagreiðendur. 
Upplýsingar um Mannauðssjóð: 
Greiðslur launagreiðenda í sjóðinn miðast við 1. mars 2010 og nema 0,2% af heildarlaunagreiðslum félagsmanna. 
Skilagreinar skal senda beint til Mannauðssjóðs Samflots. Eftirfarandi launakerfi geta sent skilagreinar rafrænt, TOK, Stólpi, H-laun og DK. Skilagreinar berist á rafrænu formi skv. eftirfarandi: 
• Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skilagrein@fosvest.is  
• Skilagreinar á pappír eru sendar á heimilisfangið: Mannauðssjóður Samflots. Aðalstræti 24. 400 Ísafjörður. 
Greiðslur berist inn á reikning 0156-15-380397, kennitala 680510-1210. 

Upplýsingar um bókunarmiðstöð BSRB: 
1) Allir launagreiðendur skila rafrænum skilagreinum. Þær geta verið í XML eða á SAL formi. 
a. Skilagreinar á SAL formi sendast áskbibs@bsrb.is  
b. Fyrir skilagreinar á XML formi er vefþjónustan https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos
2) Í undantekningartilfellum er hægt að senda skilagreinar á Excel, Word eða Pdf formi. Þá skal senda þær á netfangið bsrb-skilagreinar@bsrb.is 
3) Í undantekningartilfellum er hægt að senda skilagreinar á pappír. Slík skilagrein er send á heimilisfangið: BSRB Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. 
4) Launagreiðendur þurfa ekki að skipta greiðslum niður á einstaka sjóði nema til Mannauðssjóðs Samflots. Allar greiðslur verða í einni fjárhæð og greiðist hún óskipt á reikning hjá BYR sparisjóði. Reikningurinn er: 0516-04-760468 og kennitala 440169-0159. 
5) Hvert stéttarfélag innan BSRB hefur ákveðið númer sem tengja verður félagsmönnum viðkomandi félags. Ath FOS-Vest er númer 0668. 
6) Innheimtumiðstöðin verður formlega tekin í notkun þann 1. september 2008 og miðað er við að fyrsta keyrsla í nýju kerfi verði fyrir launagreiðslur um mánaðamótin september/október. 
Allar nánari útskýringar og aðstoð veita: Brynjar Tryggvason, netfang: brynjart@dk.is, Brynjar Hermannsson, netfang: brynjar@dk.is eða Magnús Axel Hansen, netfang maxel@dk.is. Sími hjá dk hugbúnaði er 510 5800.