Spurt og svarað

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Tilgangur þjónustu VIRK er að aðstoða fólk við að komast aftur í vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf sem snýr að starfsendurhæfingu og krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings. Þjónustan er ferli sem felur í sér greiningu á stöðu og möguleikum eftir verkferlum VIRK.

Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem eru staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land. VIRK starfar einnig í nánu samstarfi við stéttarfélög, atvinnurekendur, ýmsa þjónustuaðila í starfsendurhæfingu og stofnanir velferðarkerfisins.

Hverjir eiga rétt á þjónustu VIRK?

Skilyrði fyrir þjónustu starfsendurhæfingarsjóðs er að einstaklingur búi við heilsubrest sem hindrar fulla þátttöku hans á vinnumarkaði og að hann stefni að endurkomu á vinnumarkað eða að auka þátttöku á vinnumarkaði svo fljótt sem verða má. Enn fremur er það skilyrði að einstaklingurinn hafi þörf fyrir þjónustuna, hún sé til þess fallin að auðvelda honum að fara aftur til vinnu og líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt. Þá er það skilyrði að einstaklingurinn hafi vilja og getu til að taka markvissan þátt í atvinnutengdri starfsendurhæfingu og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.

Hvernig er óskað eftir þjónustu?

Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá sínum lækni og óska eftir beiðni fyrir starfsendurhæfingu. Ef læknir telur einstakling hafa þörf fyrir starfsendurhæfingu þá sendir hann beiðni til VIRK.

Þegar beiðni hefur borist til VIRK fær einstaklingur sent sms og/eða tölvupóst um að fara inn á „Mínar síður“ og svara spurningalista. Til að geta gert það verður viðkomandi að vera með rafræn skilríki.

Skýr svör við spurningalistanum nýtast til að taka afstöðu til þess hvort að starfsendurhæfing sé sá vettvangur sem henti best á þessum tímapunkti eða hvort önnur þjónusta gæti átt betur við.

Athugið að þetta ferli getur tekið einhvern tíma.

Ráðgjafar á Vestfjörðum

Henný Þrastardóttir og Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir starfa sem ráðgjafar VIRK á Vestfjörðum. Skrifstofa þeirra er staðsett á skrifstofu VerkVest og hægt er að hafa samband við ráðgjafa í síma 456-5190 eða með tölvupósti í henny@verkvest.is og siggahulda@verkvest.is. Frekari upplýsingar um starfsemi VIRK má finna á heimasíðu sjóðsins.

Helstu upplýsingar

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FOS-Vest)

Aðalstræti 24 • 400 Ísafjörður

Sími 456-4407 

Kennitala 451275-1359

Netfang fosvest@fosvest.is

 

Opnunartíma skrifstofu er eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00.

 

 

Formaður félagsins er Sigurður Arnórsson.
Netfang formadur@fosvest.is

 

Framkvæmdastjóri félagsins er Ragnheiður Ása Ingvarsdóttirr.
Netfang fosvest@fosvest.is

 

Launagreiðendur

Upplýsingar um sjóðagjöld fyrir launagreiðendur vegna samnings við Samband Íslenskra sveitarfélaga: 
Bæjarstarfsmannasamningar: 
(F) Félagssjóður 1% af heildarlaunum. (launþegi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan.
(O) Orlofssjóður0,9% (frá 1/1 2020) af heildarlaunum. (atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan. 
(E) Starfsmenntunarsjóður 0,40% af heildalaunum. (atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan.

(W) Viðræðunefndarsjóður Samflots 0,04% af heildalaunum. (Atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan. 
(S) Styrktarsjóður BSRB 0,75% af heildarlaunum. (Atvinnurekandi.) Bókunarm.BSRB. Sjá uppl. hér fyrir neðan. 
(M) Mannauðssjóður Samflots 0,20% af heildalaunum. 8frá1/1 2020)(Atvinnurekandi) Til Mannauðssjóðs Samflots. Sjá hér fyrir neðan.

(R)Starfsendurhæfingarsjóður 0,13% af heildarlaunum. (atvinnurekandi.) 
Skilast til Lífeyrissjóða. 

NÝTT! – FÉLAGSMANNASJÓÐUR

Stofnaður er sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar við aðra starfsmenn sveitarfélaga. Vinnuveitandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,24% af heildarlaunum félagsmanna og verður úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður 1. febrúar 2021.

Til að fjármagna þennan félagsmannasjóð gefa BSRB félög eftir hluta iðgjalda í mannauðssjóð og orlofssjóð.

  • Greiðsla launagreiðanda í mannauðssjóð lækkar úr 0,3% af heildarlaunum í 0,2%.
  • Greiðsla launagreiðanda í orlofssjóð FOS-Vest lækkar úr 1,0% í 0,9% af heildarlaunum.Ath samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn rétt á að vera í Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. LSS. Sjá www.lss.is  uppl. fyrir launagreiðendur. 
Upplýsingar um Mannauðssjóð: 
Greiðslur launagreiðenda í sjóðinn miðast við 1. mars 2010 og nema 0,2% af heildarlaunagreiðslum félagsmanna. 
Skilagreinar skal senda beint til Mannauðssjóðs Samflots. Eftirfarandi launakerfi geta sent skilagreinar rafrænt, TOK, Stólpi, H-laun og DK. Skilagreinar berist á rafrænu formi skv. eftirfarandi: 
• Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skilagrein@fosvest.is  
• Skilagreinar á pappír eru sendar á heimilisfangið: Mannauðssjóður Samflots. Aðalstræti 24. 400 Ísafjörður. 
Greiðslur berist inn á reikning 0156-15-380397, kennitala 680510-1210. 

Upplýsingar um bókunarmiðstöð BSRB: 
1) Allir launagreiðendur skila rafrænum skilagreinum. Þær geta verið í XML eða á SAL formi. 
a. Skilagreinar á SAL formi sendast áskbibs@bsrb.is  
b. Fyrir skilagreinar á XML formi er vefþjónustan https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos
2) Í undantekningartilfellum er hægt að senda skilagreinar á Excel, Word eða Pdf formi. Þá skal senda þær á netfangið bsrb-skilagreinar@bsrb.is 
3) Í undantekningartilfellum er hægt að senda skilagreinar á pappír. Slík skilagrein er send á heimilisfangið: BSRB Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. 
4) Launagreiðendur þurfa ekki að skipta greiðslum niður á einstaka sjóði nema til Mannauðssjóðs Samflots. Allar greiðslur verða í einni fjárhæð og greiðist hún óskipt á reikning hjá BYR sparisjóði. Reikningurinn er: 0516-04-760468 og kennitala 440169-0159. 
5) Hvert stéttarfélag innan BSRB hefur ákveðið númer sem tengja verður félagsmönnum viðkomandi félags. Ath FOS-Vest er númer 0668. 
6) Innheimtumiðstöðin verður formlega tekin í notkun þann 1. september 2008 og miðað er við að fyrsta keyrsla í nýju kerfi verði fyrir launagreiðslur um mánaðamótin september/október. 
Allar nánari útskýringar og aðstoð veita: Brynjar Tryggvason, netfang: brynjart@dk.is, Brynjar Hermannsson, netfang: brynjar@dk.is eða Magnús Axel Hansen, netfang maxel@dk.is. Sími hjá dk hugbúnaði er 510 5800.

Mannauðssjóður Samflots bæjarstarfsmannafélaga

Heimasíða Mannauðssjóðs Samflots: http://mannaudssjodur.samflot.is

 

Netfang Mannauðssjóðs: mannaudssjodur@samflot.is 

 

 

 

 

 

Samþykkt stjórnar sambandsins um stöðugleikasáttmálann o.fl.

Meira um stöðuleika sáttmálann má finna hér.

 

„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar því að tekist hefur að koma á stöðugleikasáttmála milli ríkisstjórnar Íslands, sambandsins og aðila vinnumarkaðarins, sem undirritaður var 25. júní sl. 

Ljóst er að efnahagslegur samdráttur hér á landi mun vara lengur og verða meiri en talið var í fyrstu. Nauðsynlegt er því að draga enn frekar úr útgjöldum sveitarfélaga en þegar hefur verið ákveðið, eins og ítrekað hefur komið fram af hálfu forsvarsmanna sveitarfélaga að undanförnu, m.a. við undirbúning að gerð stöðugleikasáttmálans. Gera verður ráð fyrir að lækkun þjónustustigs af þessum sökum muni hafa mikil áhrif á alla landsmenn næstu árin. 

Hjá flestum sveitarfélögum hafa forsendur fjárhagsáætlana fyrir árið 2009 ekki staðist. Atvinnuleysi hefur verið meira en reiknað var með, neikvæð áhrif gengis íslensku krónunnar eru meiri, skatttekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru lægri og rekstrarútgjöld eru hærri. Þetta kallar á endurskoðun fjárhagsáætlana þessa árs hjá flestum sveitarfélögum og meiri niðurskurð næstu ár en gert var ráð fyrir í þriggja ára áætlunum þeirra. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að sveitarfélög séu sem mest samstíga í aðgerðum sínum við að skera niður útgjöld. Verja þarf lögbundna grunnþjónustu, þó þjónustustigið verði lækkað í sumum tilfellum, og draga þarf úr annarri þjónustu. 

Sveitarfélögin hafa á undanförnum mánuðum unnið að markvissum aðhaldsaðgerðum. Ljóst er að það dugar ekki til, þar sem útgjöld sveitarfélaga aukast á sama tíma og tekjur þeirra lækka, og fyrir liggur að ekki næst að tryggja grunnþjónustu sveitarfélaga og störf nema tilkomi enn frekari möguleikar á útgjaldalækkun og hækkun tekna með einum eða öðrum hætti. 

Vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2009 og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2010–2013 leggur stjórn sambandsins áherslu á að ríki og sveitarfélög vinni fljótt og vel grunn að því hvernig staðið verði að aðhaldsaðgerðum og þróun afkomu sveitarfélaga í samræmi við nýgerðan stöðugleikasáttmála.“ 

Samþykkt á stjórnarfundi 26. júní 2009.

Spurt og svarað um Orlof

Er heimilt að kalla starfsmann úr orlofi til þess að vinna? Hvernig er það þá greitt? 

Svar: Ef starfsmaður fellst á það að koma í vinnu þegar hann er í orlofi þá á að fresta orlofi sem því nemur ella greiða yfirvinnukaup fyrir unnar stundir. Starfsmaður ætti að ræða það við sinn yfirmann áður en hann fer að vinna hvort heldur verði því kjarasamningsákvæðið sem fjallar um þetta (4.7.2 í flestum samningum) gefur sem sagt færi á tveimur möguleikum. 

Ég verð 30 ára 1. október 2004. Á ég rétt á lengingu sumarorlofs þrátt fyrir að hafa ekki orðið 30 ára þegar ég fer í sumarorlof ? 

Svar: Starfsmaður sem nær 30 ára aldri á því almanaksári sem tímabil sumarorlofs tilheyrir, fær að auki orlof sem svarar til 24 vinnuskyldustunda í dagvinnu. Þú átt því rétt á lengingu þar sem þú verður 30 ára á almanaksárinu. 


Ég er ríkisstarfsmaður og veiktist í sumarorlofinu mínu. Á ég rétt á því að fá uppbótarorlof á sumarorlofið mitt? 


Ef starfsmaður veikist í orlofi telst sá tími, sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með læknisvottorði, að hann hafi ekki getað notið orlofs. Starfsmaður þarf að tilkynna yfirmanni sínum strax með símtali eða símskeyti um veikindi eða slys í orlofi. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindin strax á fyrsta degi annars kann réttur að falla niður. 

Getur forstöðumaður sett takmörk fyrir því á hvaða tíma orlofstímabilsins orlofstaka sé heimil vegna anna í starfsemi stofnunarinnar.? 

Meginreglan er sú að yfirmaður ákveður í samráði við starfsmann, hvenær orlof skuli veitt. Skylt er að verða við óskum starfsmanna um hvenær orlof er tekið og skal það veitt á sumarorlofstíma verði því við komið vegna starfa stofnunarinnar. Yfirmaður á að kanna hverjar óskir starfsmanna eru og á hann að tilkynna í síðasta lagi mánuð fyrir byrjun orlofs, hvenær orlof starfsmanna skuli hefjast. M.ö.o þá er forstöðumanni stofnunar skylt að hafa samráð við starfsmann um orlofstöku en í samráði felst hins vegar ekki áskilnaður um samþykki starfsmanns. Því hefur forstöðumaður lokaorð um það hvenær starfsmaður tekur orlof sitt, en þó á þeirri forsendu einni að starfsemi stofnunarinnar krefjist þess og er eðlilegt að fyrir því séu færð rök. Að þessu skilyrði fullnægðu ber starfsmanni að hlíta því. 

Mér var sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Á sumarorlof mitt að vera hluti af þessum þremur mánuðum? 

Vinnuveitandi getur ekki látið starfsmann taka sumarorlof sitt á uppsagnarfrestinum nema starfsmaður sé því samþykkur. Verður það því að vera samkomulagsatriði við starfsmanninn að skipa uppsagnarfresti með þeim hætti að hluti hans sé orlof. 

Hvernig á að telja orlof vaktavinnufólks? 

Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof skal miða við að vaktskrá haldist óbreytt og telja út þær vinnuskyldustundir sem viðkomandi hefði ella unnið. Ef greidd er yfirvinna á helgidögum skal orlof lengjast um 8 klst. ef sérstakur frídagur er á orlofstímanum. 

Hvernig á að fara með ótekið orlof við starfslok? 

Við starfslok skal gera upp áunnið orlof. Ráðningarsambandi starfsmanns og vinnuveitanda lýkur á þeim degi sem uppsögn tekur gildi og því ekki heimilt að bæta orlofinu við uppsagnarfrestinn. 

Spurt er um rétt starfsmanns til að fara í launalaust leyfi. 

Í kjarasamningum er ákvæði sem kveður á um að starfsmaður skuli eiga rétt á launalausu leyfi ef honum býðst tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni m.a. tengdu starfi hans. Slíkt leyfi skal tekið í samráði við yfirmann stofnunar. Þá á starfsmaður rétt á launalausu leyfi hafi hann verið kosinn á Alþingi, fengið starf hjá samnorrænni stofnun, skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda eða stjórnarnefnd Norðurlandaráðs. Þá eiga foreldrar rétt á foreldrarorlofi samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum. Það er áríðandi að ganga skriflega frá launalausu leyfi svo ljóst sé hve lengi leyfið á að standa.