Ársfundir LSS og LSR

Ársfundir Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða haldnir um miðjan mánuðinn. Ársfundur LSS verður haldinn miðvikudaginn 13 maí í fundarsal BSRB á 1. hæð og hefst kl. 10:30. Ársfundur LSR verður haldinn þriðjudaginn 19. maí á Hilton Reykjavík Nordica hóteli Suðurlandsbraut 2 og hefst kl. 15.

Í fréttatilkynningu frá LSS kemur fram að allir sjóðfélagar sem og fulltrúar aðildarfélaga BSRB, BHM, KÍ og launagreiðendur eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta.

Sama gildir um ársfund LSR og LH, hann er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.