Þér er boðið á opinn fyrirlestur og samræður nk. laugardag kl. 11.00:

Opinn fyrirlestur í Odda nk. laugardag kl. 11.00- 12.00 og umræður í kjölfarið um samfélagssýn og gildi Thomas Jefferson höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna:
“Thomas Jefferson Today”


Kæri viðtakandi,
Með þessu bréfi viljum við bjóða þér nk. laugardag kl. 11- til ca. 13.00 á fyrirlestur Eric Petersen um samfélagssýn og gildi Thomas Jeffersons, þriðja forseta Bandaríkjanna og höfund sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.
Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, fer fram í Odda, Háskóla Íslands, stofu 101. Fundinum stýrir dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor Viðsk.háskólanum á Bifröst. Að loknum fyrirlestrinum mun Eric Peterson, ásamt Herdísi, Jóni Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra ofl. ræða hugmyndaarfleifð Thomas Jefferson, auk þess sem fyrirlesarinn mun svara fyrirspurnum. Á undan fyrirlestrinum bjóðum við upp á kaffi og meðlæti í anddyri Odda frá kl. 10.30.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina“Thomas Jefferson Today”. Í aðdraganda forsetakosninganna í Ameríku er áhugavert að fjalla um sýn Thomas Jeffersons, höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna, á lýðræði, umburðarlyndi og mannréttindi og leitast við að svara þeirri spurningu hvort og hvernig sýn hans eigi erindi við okkar samtíma.
Thomas Jefferson er af mörgum álitinn einn merkasti hugsuður Bandaríkjanna um þjóðfélagsmál og að skoðanir hans eigi að fullt erindi inn í samtímann. Fræg eru ummæli John F. Kennedys þegar hann tók á móti hópi Nóbelsverðlaunahafa í kvöldverðarboð í Hvíta Húsinu þar sem hann sagði: “Ég held að það hafi ekki verið meira mannvit hér saman komið, síðan Thomas Jefferson borðaðihér einn”Fyrirlesarinn Eric Petersen er lögfræðingur og hann varði yfir 10 árum í að fara yfir ræður, skjöl og meira en 20.000 bréf Thomas Jeffersons áður en hann tók saman bókina “Light and Liberty, Reflections on the Pursuit of Happiness” þar sem hugsun Jefferson er sett fram með orðum hans sjálfs. Þessi bók hefur fengið einkar góðar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda. Erik Petersen hefur á liðnum árum haldið fjölda fyrirlestra um Jefferson og efni bókar sinnar.
Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta.
Með góðri kveðju,
Hópur áhugafólks um Thomas Jefferson,
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands,
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.