FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 19. september 2008

ný námskeið komin inn.

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 19. september 2008

Málþing um eldri starfsmenn

Geta eldri starfsmenn verið lykillinn að velgengni fyrirtækja? Þessi spurning verður rædd og reifuð á málþingi á vegum Verkefnisstjórnar 50+ sem haldið verður í Ketilshúsi á Akureyri fimmtudaginn 25. september milli klukkan 13 og 16.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun ávarpa málþingið og fjölmörg erindi verða flutt. Ráðstefnustjóri er Kristín Ástgeirsdóttir.

Sjá nánar um dagskrá málþingsins HÉR.

FOS Vest FOS Vest | fimmtudagurinn 11. september 2008

Minnum á aðalfund félagsins 14.september n.k. kl.15:00

Boðun til aðalfundar

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði þann 14.september n.k. kl. 15:00.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins til fundardags.

Kaffiveitingar.


Kveðja Stjórnin.

Opinn fyrirlestur í Odda nk. laugardag kl. 11.00- 12.00 og umræður í kjölfarið um samfélagssýn og gildi Thomas Jefferson höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna:
“Thomas Jefferson Today”


Kæri viðtakandi,
Með þessu bréfi viljum við bjóða þér nk. laugardag kl. 11- til ca. 13.00 á fyrirlestur Eric Petersen um samfélagssýn og gildi Thomas Jeffersons, þriðja forseta Bandaríkjanna og höfund sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.
Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, fer fram í Odda, Háskóla Íslands, stofu 101. Fundinum stýrir dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor Viðsk.háskólanum á Bifröst. Að loknum fyrirlestrinum mun Eric Peterson, ásamt Herdísi, Jóni Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra ofl. ræða hugmyndaarfleifð Thomas Jefferson, auk þess sem fyrirlesarinn mun svara fyrirspurnum. Á undan fyrirlestrinum bjóðum við upp á kaffi og meðlæti í anddyri Odda frá kl. 10.30.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina“Thomas Jefferson Today”. Í aðdraganda forsetakosninganna í Ameríku er áhugavert að fjalla um sýn Thomas Jeffersons, höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna, á lýðræði, umburðarlyndi og mannréttindi og leitast við að svara þeirri spurningu hvort og hvernig sýn hans eigi erindi við okkar samtíma.
Thomas Jefferson er af mörgum álitinn einn merkasti hugsuður Bandaríkjanna um þjóðfélagsmál og að skoðanir hans eigi að fullt erindi inn í samtímann. Fræg eru ummæli John F. Kennedys þegar hann tók á móti hópi Nóbelsverðlaunahafa í kvöldverðarboð í Hvíta Húsinu þar sem hann sagði: “Ég held að það hafi ekki verið meira mannvit hér saman komið, síðan Thomas Jefferson borðaðihér einn”Fyrirlesarinn Eric Petersen er lögfræðingur og hann varði yfir 10 árum í að fara yfir ræður, skjöl og meira en 20.000 bréf Thomas Jeffersons áður en hann tók saman bókina “Light and Liberty, Reflections on the Pursuit of Happiness” þar sem hugsun Jefferson er sett fram með orðum hans sjálfs. Þessi bók hefur fengið einkar góðar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda. Erik Petersen hefur á liðnum árum haldið fjölda fyrirlestra um Jefferson og efni bókar sinnar.
Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta.
Með góðri kveðju,
Hópur áhugafólks um Thomas Jefferson,
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands,
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.

FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 11. ágúst 2008

Skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga 2007

Komin er út skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga sem haldið var þann 30. nóvember 2007 á Hilton Nordica hóteli undir yfirskriftinni „Framtíðarskólinn". Áherslur þingsins voru þríþættar á grundvelli þess gróskumikla starfs í málefnum skóla og menntunar sem settu mark sitt á allt síðasta ár og langt fram á þetta ár. Fjallað var um tvö af fjórum skólafrumvörpum, sem urðu að lögum á vorþingi 2008, fyrstu skólamálastefnu sambandsins og síðast en ekki síst afrakstur tímamótasamstarfs sveitarfélaga, Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands um mótun faglegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf til ársins 2020. Sjá nánar

 

http://www.samband.is/news.asp?id=369&news_id=1317&type=one

 

 

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 20. júní 2008

Samningurinn samþykktur.

Nú er lokið talningu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við SNR með dags. 25. maí 2008

Á kjörskrá eru 321
Atkvæði greiddu 164 eða 51,09%

Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 154 eða 93,90%
Nei sögðu 8 eða 4,88%
Auðir og ógildir 2 eða 1.22%


Samningurinn er því samþykktur.

 

Það voru ríkisstarfsmenn í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Starfsmannafélagi Vestmannaeyja, Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélagi Húsavíkur, Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, Starfsmannafélagi Skagafjarðar, Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellssýslu, sem greiddu atkvæði um samninginn.

FOS Vest FOS Vest | þriðjudagurinn 3. júní 2008

Kynninngarfundur

Kynningarfundur um kjarasamning BSRB og ríkisins verður á sjúkrahúsinu á Ísafirði í dag kl. 16:00

FOS Vest FOS Vest | þriðjudagurinn 3. júní 2008

Ný heimasíða

Ný heimasíða var tekin formlega í notkun í dag 3. júní. Með henni vonumst við til að geta betur þjónað félagsmönnum okkar með upplýsingum og fréttum af starfinu. Einnig  eru ný netföng hjá skrifstofu:  fosvest@fosvest.is  og hjá formanni:  gylfi@fosvest.is

Eldri færslur
Vefumsjón