FOSvest FOSvest | mánudagurinn 30. apríl 2018

Lausar vikur í Birkihlíð í Munaðarnesi

Það eru  þrjár næstu helgar/vikur lausar í Birkihlíð í Munaðarnesi þ.e.a.s. 4. – 6. maí, 10. – 13. maí og 18. – 21. maí. Helgarleigan kostar kr. 27.000,- og vikuleigan kr. 37.000,-. Hægt að hafa samband með  því að hringja í síma 525-8300 eða senda tölvupóst á netfangið asthildur@bsrb.is

FOSvest FOSvest | föstudagurinn 20. apríl 2018

Aðalfundur F.O.S.Vest 30.apríl kl. 18.00

 

 

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn  mánudaginn  30.apríl 2018 kl. 18:00, á Hótel Ísafirði.

 

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Boðið verður upp á léttan málsverð að lokinni hefðbundinni dagskrá. 

Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða á netfangið fosvest@fosvest.is í síðasta lagi föstudaginn 27.apríl 2018.

 

Hið árlega ferðaávísanalottó  verður á sínum stað.

 

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 12. apríl 2018

Tímaspursmál hvenær við styttum vinnuvikuna

Tekið af vef BSRB

 

Það virtist samdóma álit þeirra sem rætt var við í Kveik, fréttaskýringarþætti Ríkissjónvarpsins í gær að það sé aðeins tímaspursmál hvenær vinnuvikan verði stytt úr þeim 40 stundum sem hún hefur verið í síðustu nærri hálfa öld.

Stytting vinnuvikunnar hefur verið ein af meginkröfum félagsmanna BSRB síðustu árin, sér í lagi í kjölfar hrunsins. „Þá fundum við að forgangsröðin var önnur hjá fólki, það vildi eiga meiri gæðatíma með sér og sínum,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í viðtali við Kveik.

 


Meira
FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 13. mars 2018

Samkomulag um breytingu á kjarasamningum

Þann 1.mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1.janúar 2018. 

Samningsaðilar eru sammála um að nýta launaþróunartrygginguna til hækkunar launatöflu aðila skv.gr.1.1.1. um 1,4% frá 1.janúar 2018. 

Reykjavík 7.mars 2018

Undirritað af samninganefndum; Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga innan BSRB

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 8. mars 2018

Afturvirkar greiðslur geta haft áhrif á bætur

Þeir sem þiggja greiðslur úr fæðingarorlofssjóði eða atvinnuleysistryggingasjóði og fengu afturvirka launahækkun gætu þurft að hafa samband við Vinnumálastofnun.
Þeir sem þiggja greiðslur úr fæðingarorlofssjóði eða atvinnuleysistryggingasjóði og fengu afturvirka launahækkun gætu þurft að hafa samband við Vinnumálastofnun.

Afturvirk hækkun á launum vegna launaþróunartryggingar getur haft áhrif á atvinnuleysisbætur og greiðslur úr fæðingarorlofssjóði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

Félagar í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu fengu 1,3 prósenta launahækkun afturvirkt frá 1. janúar 2017 vegna launaþróunartryggingar. Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum fá 1,4 prósenta hækkun afturvirkt frá 1. janúar 2018. Þessar hækkanir koma til viðbótar við samningsbundnar hækkanir.


Meira
FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 8. mars 2018

Samið um næsta áfanga launaþróunartryggingar

 

Tekið af vef BSRB, birtist 01.03.2018

Samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna sem eru í BSRB eða Alþýðusambandi Íslands var undirritað á skrifstofu BSRB í hádeginu í dag. Laun félaga í BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent frá 1. janúar 2018 vegna samkomulagsins.

Laun félaga í ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu einnig hækka um 1,4 prósent og laun félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu hækka um 0,5 prósent frá sama tíma. Þessar hækkanir koma til viðbótar við samningsbundnar hækkanir.

Samkomulagið um útfærslu launaþróunartryggingar er gert í kjölfar rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins sem gert var í október 2015. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins.

Í rammasamkomulaginu er kveðið á um að starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt launaskrið á almennum vinnumarkaði verði það meira en hjá hinu opinbera. Með því er ætlunin að tryggja að laun opinberra starfsmanna sitji ekki eftir í almennri launaþróun.

Önnur mæling af þremur

Í samkomulaginu sem undirritað var í dag er horft til launaþróunar frá nóvember 2013 til nóvember 2017. Þetta er í annað skipti sem launaþróunin er mæld. Eftir síðustu mælingu, frá 2013 til 2016, voru laun félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu hækkuð um 1,3 prósent. Nú hækka laun starfsmanna hjá sveitarfélögum um svipað hlutfall, eða 1,4 prósent.

Laun félaga í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu hækka ekki að þessu sinni þar sem laun þeirra hafa hækkað meira en sem nemur hækkunum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu.

Þriðja og síðasta mælingin á launaskriði, vegna ársins 2018, verður gerð snemma á næsta ári.

Logo1Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

 Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 17. janúar nk. 

B deild – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30

Næstu námskeið eftir þetta verða:  21. febrúar, 14. mars og 11. apríl.

Skráning hér

FOSvest FOSvest | miðvikudagurinn 10. janúar 2018

Opið fyrir umsóknir um nám í Genfarskólanum

Félagsmenn með áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar geta sótt um hjá Genfarskólanum.
Félagsmenn með áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar geta sótt um hjá Genfarskólanum.

Frestur til að skila inn umsókn fyrir nám í Norræna lýðháskólanum í Genf, Genfarskólanum, rennur út í lok janúar. Skólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum sem hafa áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar.

Æskilegt er að umsækjendur hafi sótt fræðslustarf á vegum verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaga og samtaka þeirra hér á landi.

Nám við Genfarskólann fer fram samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Í náminu kynnast nemendur þinghaldinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), en stofnunin starfar að vinnumálum á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Á þinginu sitja fulltrúar frá stjórnvöldum, atvinnurekendum og samtökum launafólks um allan heim. Nemendur í Genfarskólanum fá að kynnast norrænu samstarfi á vettvangi ILO og ýmis alþjóðasamtök verkalýðshreyfingarinnar sem starfa með stofnuninni.

Námskeið í Svíþjóð og nám í Genf

Þeir nemendur sem fá inngöngu í skólann að þessu sinni sækja kynningarfundi hér á landi í mars með fulltrúum Íslands á ILO-þinginu og þátttakendum síðasta árs. Því næst fara þeir á fornámskeið í Svíþjóð dagana 12. til 15. apríl. Að því loknu verða þeir í fjarnámi í apríl og maí. Aðalnámskeiðið fer svo fram dagana 24. maí til 12. júní í Genf. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á einu norðurlandamáli og hafi auk þess góða enskukunnáttu.

Undanfarin ár hafa tveir nemendur frá Íslandi sótt Genfarskólann. BSRB og ASÍ greiða námskeiðsgjöld og flugfargjöld fyrir einn nemanda hvort.

Sótt er um í gegnum vef Genfarskólans og þar má einnig fá allar upplýsingar um skólann og námið. Sækja þarf um í síðasta lagi þann 31. janúar næstkomandi.

Eldri færslur
Vefumsjón