FOSvest FOSvest | mánudagurinn 3. desember 2018

Opnað fyrir umsóknir í Mosfell á Spáni

Ágæti félagsmaður.

Nú höfum við opnað við fyrir umsóknir um leigu á orlofshúsinu okkar, Mosfelli á Spáni, sem við höfum verið með aðgang að s.l. ár við góðar undirtektir. 
Húsið er á Torrevieja rétt hjá Alicante. Við bjóðum upp á tveggja vikna leigutímabil yfir sumartíma, en utan þeirra er hægt að panta sér eina viku í senn. 
Félagmenn eru beðnir að skoða það vel að skiptidagar eru þriðjudagar og á tímabilinu frá 30. apríl - 21. maí er hægt að panta eina eða tvær viku.
Síðan byrja sumartímabilin og eru þau sem hér segir: 21. maí - 4. júní, 4. - 18. júní, 18. júní - 2. júlí, 2. - 16. júlí, 16. - 30. júlí, 13. - 27. ágúst, 27. ágúst - 10. sept., 10. - 24. sept., 24. sept. - 8. okt. Eftir 8. okt. til með 3. des. er hægt að panta sér vikudvöl ef félagsmenn kæra sig um.
Flest flugfélög og ferðaskrifstofur eru með flug til Alicante á þriðjudögum og flest starfsmannafélög eru með skiptidag á þessum vikudegi. 
Til að fá nánari upplýsingar um húsið og umhverfið þess, fari á inn á slóðina; tilspanar.is og þar má finna er allt sem vita þarf um íbúðina.

Við höfum líka opnað fyrir umsóknir í öðrum bústöðum og íbúðum til 12. apríl 2019

Við höfum sent bréf í tölvupósti til allra sem við erum með netföng hjá en það eru því miður ekki allir. Því biðjum við þá sem ekki hafa fengið tölvupóst frá okkur en sjá þetta á heimasíðunni, að fara inn á orlofssvæði sitt og skrá þar netfangið sitt eða koma því til okkar með því að senda tölvupóst á gudbjorn@fjallaskolar.is og komast þannig í samband við okkur. Eins biðjum við þá sem eru með netfang hjá okkur að láta vinnufélaga sína vita af þessum pósti.

Með bestu kveðjum,

Guðbjörn Arngrímsson 
formaður orlofsnefndar Samflots

FOSvest FOSvest | miðvikudagurinn 14. nóvember 2018

Desemberuppbót /Persónuuppbót 2018

 

 

Bæjarstarfsmenn kr. 113,000,-

Ríkisstarfsmenn kr. 89.000,-

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða kr. 153,493,-

FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 23. október 2018

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

 

Birt á vef BSRB 19/10 2018

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er nýr formaður BSRB, en kjöri til stjórnar bandalagsins er nýlokið á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica.


Meira
FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 23. október 2018

Lausar helgar/vikur í Birkihlíð

Það eru nokkrar næstu helgar/vikur lausar í Birkihlíð í Munaðarnesi þ.e.a.s. 26. – 28. október, 2.- 4, 9.-11., 16. – 18. og 23. – 25. Nóvember. Helgarleigan kostar kr. 27.000,- og vikuleigan kr. 37.000,-.  Þeir sem hafa áhuga geta haft samband með því að hringja í síma 525-8300 eða senda tölvupóst á netfangið asthildur@bsrb.is

FOSvest FOSvest | mánudagurinn 24. september 2018

Kvennafrí 2018 - Kvennaverkfall 24.otóber.

 

Konur hafa gengið út sex sinnum með sambærilegum hætti og gert verður 24. október næstkomandi.
Konur hafa gengið út sex sinnum með sambærilegum hætti og gert verður 24. október næstkomandi.
 
Tekið af vef BSRB.

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74 prósent af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26 prósent lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9 til 17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið!

Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks.

Sjötta skiptið sem konur ganga út

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn 24. október árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Þann dag lögðu konur um land allt niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Þær vildu mótmæla og vekja athygli á launamisrétti, vanmati á störfum kvenna, skorti á virðingu og valdaleysi kvenna. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag. Fundurinn vakti athygli um allan heim og sýndi að samstaðan er sterkasta vopnið.

Síðan hafa konur komið saman og krafist kjarajafnréttis og samfélags án ofbeldis fjórum sinnum ­– árin 1985, 2005, 2010 og 2016 – en betur má ef duga skal: Þótt Ísland eigi að heita paradís fyrir konur í alþjóðlegu samhengi er ljóst að víða er pottur brotinn. Enn er langt í land með að ná jöfnum launum og jöfnum kjörum. Enn verða konur fyrir kynbundnu ofbeldi og áreitni á vinnustöðum sem og heima fyrir, eins og #MeToo bylgja síðasta vetrar minnti okkur öll harkalega á. Enn eru kvennastörf minna metin þegar kemur að launum, réttindum og virðingu í samfélaginu.

Reynir á samstöðuna

Nú reynir á samstöðumátt kvenna en ekki síður á samfélagið sjálft sem loksins, loksins hlýtur að geta sameinast um að breyta þessu. Hættum að breyta konum – breytum samfélaginu – til hins betra!

FOSvest FOSvest | mánudagurinn 24. september 2018

Ný námskrá vegna trúnaðarmanna í haust.

Félagsmálaskóli alþýðu heldur námskeið fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BSRB.

 

Tekið af vef BSRB

Nú er námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna hjá Félagsmálaskóla alþýðu fyrir haustið komin út. Námið var stokkað upp í byrjun árs og námið gert hnitmiðaðra og verður starfað áfram samkvæmt nýju skipulagi á haustönninni.

Eins og fram kemur á vef Félagsmálaskóla alþýðu er námið í heild sinni 96 kennslustundir og hefur verið stytt umtalsvert því það var áður 142 kennslustundir. Það var gert með því að fara vandlega yfir námsefnið og ábendingar frá trúnaðarmönnum sem setið hafa námskeiðin til að taka út endurtekningar og gera námið allt hnitmiðaðra.

Nýja námsskráin skiptist í nokkra hluta. Hver hluti er 16 kennslustundir og er kennt á tveimur heilum dögum, í stað þriggja daga áður. Efnið sem farið verður yfir í hverjum hluta er eftirfarandi:

Fyrsti hluti – 24. og 25. september 2018
 • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði?
 • Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna?
 • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
 • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum?
 • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð?
 • Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim?
Annar hluti – 1. og 2. október 2018
 • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
 • Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
 • Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.
 • Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna.
 • Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim.
 • Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.
Þriðji hluti – 31. október og 1. nóvember 2018
 • Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða.
 • Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta.
 • Nemendur kynnast tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almannatryggingakerfið, sér tryggingar.
 • Nemendur kynnast íslenskum vinnurétti, þeim lögum sem styrkja kjarasamninga vinnumarkaðarins.
Fjórði hluti – 26. og 27. nóvember 2018
 • Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun.
 • Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga.
 • Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður.
 • Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.

Áhugasamir nemendur geta skráð sig á námskeiðin í gegnum vef Félagsmálaskóla alþýðu. Stofna þarf aðgang með íslykli eða lykilorði til að fá aðgang að námsgögnum og komast í samband við leiðbeinendur. Sækja má skjal með upplýsingum um tímasetningu námskeiða og námsefni hér.

FOSvest FOSvest | föstudagurinn 21. september 2018

Raunfærnimat fyrir Háskólabrú Keilis

Á vorönn 2018 setti Fræðslusetrið Starfsmennt í samstarfi við Keili - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs upp raunfærnimat á móti námskrá Háskólabrúar Keilis í því augnamiði að þátttakendur gætu stytt leiðina til lokaprófs af brúnni.

 

Við ætlum að endurtaka leikinn núna á haustönn. Meðfylgjandi er auglýsing þar sem fram koma upplýsingar varðandi verkefnið.

 

Er möguleiki á að þið getið sent þessa auglýsingu á félagsmenn ykkar eða komið henni á framfæri á annan hátt til að kynna þetta fyrir þeim?

 

Kynningarfundur verður haldinn hjá Starfsmennt 11. október. Skráningar eru hafnar á kynningarfundinn. Nánari upplýsingar um raunfærnimatið er að finna á skráningarsíðunni.

 

Ef landsbyggðarfólk kemst ekki á fundinn þá höfum samband við hvern og einn og kynnum verkefnið “maður á mann„.

 

FOSvest FOSvest | miðvikudagurinn 29. ágúst 2018

Breytingar á skattkerfinu nýtist þeim tekjulægstu

 

Tekið af vef BSRB

Ætli stjórnvöld sér að gera breytingar á tekjuskattkerfinu er mikilvægt að þær breytingar komi helst þeim tekjulægstu hópunum og millitekjuhópunum til góða. Áherslum BSRB varðandi mögulegar breytingar hefur verið komið á framfæri við formann starfshóps sem vinnur að útfærslu á breytingunum.

Eins og fram kemur í stefnu bandalagsins er BSRB fylgjandi þrepaskiptu skattkerfi. Reka á skattkerfið og velferðarkerfi landsins með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum og taki út eftir þörfum.


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón