Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Með því að greiða félagsgjald til stéttarfélaga þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi heldur viðkomandi ýmsum réttindum hjá félaginu.

„Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki.

Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú ýmsum réttindum þínum hjá félaginu.
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi fyllir þú út umsóknareyðublað um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þá þarf að merkja við að þú viljir að félagsgjöld séu dregin af viðkomandi greiðslum. Með því að greiða ekki félagsgjald tapast ýmis mikilvæg réttindi".

Námskeið. úr mínus í plús.

Námskeið. úr mínus í plús.

Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana?

Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana?

Fyrirlestur Ómars H. Kristmundssonar, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands - Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana?

Æ fleiri fyrirtæki og stofnanir á Íslandi setja sér skriflega starfsmannastefnu. Fram að þessu hafa litlar upplýsingar verið fyrirliggjandi um hvernig staðið er að mótun og framkvæmd slíkrar stefnu - og um hugsanleg áhrif hennar.
Í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem fram fór 2006 og 2007 og um tíu þúsund starfsmenn tóku þátt, bæði stjórnendur og aðrir starfsmenn, var kannað hve margar ríkisstofnanir eru með skriflega starfsmannastefnu, hvernig hefði verið staðið að undirbúningi hennar og hvort og þá hvernig henni væri framfylgt. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu niðurstöður og reynt að svara á grundvelli þeirra hvaða þættir það eru sem áhrif hafa á gagnsemi starfsmannastefna.

Fyrirlesturinn verður á morgun 3. okt. í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101 kl. 12-13.

Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu.

Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu.

Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu
Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir kynningarfundum um ný skólalög og nýja menntastefnu í öllum landshlutum.
Ný lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjóra voru samþykkt á Alþingi í vor og hafa tekið gildi.
Ný menntastefna (www.nymenntastefna.is) er boðuð með nýjum lögum og fylgja henni margháttaðar breytingar og ný verkefni fyrir sveitarfélög. Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga tóku ákvörðun um að halda sameiginlega kynningarfundi um land allt þar sem nýju lögin eru til umræðu og áhrif þeirra á skólahald sveitarfélaga.
Sjá nánar

http://www.samband.is/news.asp?id=369&news_id=1344&type=one