Ályktun stjórnar Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum 7.oktober 2010

 

 

Ályktun stjórnar Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum 7.oktober 2010

Stjórn Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum mótmælir harðlega tillögum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni á Vestfjörðum. Áætlaður niðurskurður mun hafa ófyrirséðar afleiðingar sem munu valda byggðarröskun og lakari heilbrigðisþjónustu. Slíkur niðurskurður mun valda fækkun starfa, fækkun íbúa og veikir búsetuskilyrði til framtíðar.