Ókeypis námskeið fyrir atvinnulausa BSRB félaga

Fræðslusetrið Starfsmennt býður atvinnulausum félagsmönnum í BSRB upp á ókeypis námskeið sem ætluð eru að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Hér er um að ræða 18 sjálfstæð námskeið sem haldin verða í BSRB húsinu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10-13 alla vorönnina 2010.

Námskeiðin eru ætluð atvinnuleitendum og þeim sem hyggja á störf á nýjum vettvangi eða eru að takast á við breytingar. Markmiðið með náminu er að styrkja stöðu þátttakenda á vinnumarkaði með því að auka sjálfsþekkingu, starfshæfni og námsáhuga. Margt spennandi er í boði og vonandi nýta félagsmenn BSRB sér þetta einstæða tækifæri til að hittast, fræðast og styðja hvert annað. Boðið verður upp á léttan hádegisverð á námskeiðunum en hér má fá nánari upplýsingar og skrá sig á fyrsta námskeiðið. Náms- og starfsráðgjafar Starfsmenntar veita einnig allar nánari upplýsingar og bjóða atvinnuleitendum upp á margskonar þjónustu til að marka stefnu í námi og starfsleit. Námskeiðin eru metin sem virkniúrræði á vegum Vinnumálastofnunar.

Sjá frekari upplýsingar og dagsetningar á námskeiðunum

FOS-Vest hefur áhuga á að fá þessi námskeið hingað Vestur fyrir sína félaga, og er það í vinnslu.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við félagið í síma 456-4407. Eða á netfangið fosvest@fosvest.is