Ójafnræði í heilsufari ? krabbamein starfsstétta

Næsta föstudag þ.e. 12. febrúar munu Hólmfríður Gunnarsdóttir, gestaprófessor við HÍ og Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina Ójafnræði í heilsufari – krabbamein starfsstétta.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá niðurstöðum norrænnar rannsóknar á krabbameinum hjá ýmsum starfsstéttum. Rannsóknarhópurinn var 15 milljón manns og fylgst með honum áratugum saman, 49 tegundir krabbameina voru skoðaðar hjá 53 starfshópum. Tilfellin voru 2,8 milljónir. Sömu starfsstéttirnar koma að jafnaði verst út og sömuleiðis eru hópar sem yfirleitt koma best út. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í rannsókn af þessu tagi. Þrátt fyrir meint félagslegt jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum sýna niðurstöður rannsóknarinnar að þjóðfélagsleg staða og menntun getur skipt sköpum.

Fyrirlesturinn verður fluttur í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201 frá kl. 12 til 13. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.