Þing BSRB

42. þing BSRB verður haldið dagana 21. til 23. október á Grand Hóteli í Reykjavík. Yfirskrift þingsins er: Framtíð byggð á jöfnuði, atvinnu, velferð og réttlæti. Þingsetning er kl. 11.00 miðvikudaginn 21. október.

Þing BSRB er haldið þriðja hvert ár. Á þinginu er stefna bandalagsins til næstu þriggja ára mótuð en þingfulltrúar eru um 260 talsins.

Ögmundur Jónasson hættir sem formaður BSRB eftir að hafa gegnt starfi formanns í rúm 20 ár. Hann mun ávarpa þingið við upphaf þess. Miðvikudaginn 21. október verður hátíðardagskrá í Háskólabíói kl. 17.30 til heiðurs Ögmundi Jónassyni.

Á þinginu er kosið í framkvæmdanefnd BSRB en hana skipa auk formanns, tveir varaformenn, gjaldkeri og ritari.

Þrír hafa nú þegar gefið kost á sér til formanns. Það eru þau Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Árni Stefán Jónsson formaður SFR og Elín Björg Jónsdóttir formaður FOSS.

Fimmtudaginn 22. október kl. 13 flytur Páll Skúlason prófessor fyrirlestur sem nefnist: Staða mála í heiminum. Hvað er til ráða?

Þingið er opið fjölmiðlum

Dagskrá þingsins er hér