Áhrif EES-réttar á starfsemi stjórnsýslunnar- túlkun og framkvæmd þeirra laga, sem samningurinn nær til

Áhrif EES-réttar á starfsemi stjórnsýslunnar- túlkun og framkvæmd þeirra laga, sem samningurinn nær til
Námskeið fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.00-16.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjsafns.


Þátttakendur: námskeiðið er öllum opið, en er einkum ætlað lögfræðingum og öðrum þeim er koma að framkvæmd og túlkun laga í stjórnsýslunni.
Kennari: Kjartan Björgvinsson, LLM, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, sjá nánar hér f. neðan.
Verð: Kr. 10.500.-
Skráning:http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/ees

Þótt reglur EES-samningsins fjalli ekki beinlínis um starfsemi stjórnsýslunnar eru áhrif hans engu að síður mikil. Með ákvæðum laga nr. 2/1993 er meginmál samningsins lögfest og þar er einnig lögð sú skylda á stjórnvöld, að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja, að svo miklu leyti sem við á.

Efni: Í námskeiðinu verður fjallað um hversu víða áhrifa samningsins gætir við túlkun og framkvæmd laga í stjórnsýslunni, hvort sem um er að ræða framkvæmd skattalaga, opinber innkaup, umhverfisvernd eða aðgangi að gögnum í stjórnsýslunni. Verður umfjöllunin studd raunhæfum dæmum. Sérstaklega verður vikið að álitaefnum varðandi skuldbindingar ríkisins í tengslum við tryggingasjóð innstæðueigenda og setningu laga nr. 124/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.
Í lokin verður fjallað stuttlega um uppbyggingu stjórnsýsluréttar Evrópusambandsins og hvernig hann hefur mótast sem sjálfstætt réttarsvið. Spurt hvort líklegt sé að þróunin verði á þann veg að aðildarríkin verði tilneydd að laga stjórnsýslureglur sína í meira meiri að kröfum þeirra reglna sem leiða af Evrópurétti og hvort slík þróun leiði þá til aukinnar samræmingar.

Kennari: Kjartan Björgvinsson, LLM, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Kjartan lauk embættisprófi í lögfræði (cand.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og prófraun til öflunar réttinda til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2003. Hann hefur frá árinu 2002 starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Hann sinnti verkum skrifstofustjóra hjá embættinu 2004-2005 en hefur starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns frá 1. október 2006. Hann hefur samhliða sinnt kennslu m.a. í stjórnsýslurétti I, II og III við lagadeild Háskóla Íslands sem og rannsóknum við Lagastofnun Háskóla Íslands. Hann lauk LLM prófi í Evrópu- og stjórnskipunarrétti við London School of Economics and Political Science árið 2006.