Ögmundur dregur sig tímabundið í hlé

Ögmundur Jónasson formaður BSRB skýrði frá því á stjórnarfundi bandalagsins að hann óskaði eftir heimild stjórnar til að draga sig í hlé frá störfum fyrir BSRB fram yfir næstu alþingiskosningar þar sem hann er í þann veginn að taka sæti í ríkisstjórn sem ráðherra.
Fyrsti varaformaður BSRB er Árni Stefán Jónsson og Elín Björg Jónsdóttir er annar varaformaður. Þau munu verða í forsvari fyrir BSRB í fjarveru Ögmundar.