Starfsmennt fyrir alla

Gengið hefur verið frá samstarfi við fræðslusetrið Starfsmennt um aðild starfsmanna sveitarfélaga í bæjarstarfsmannafélögum innan Samflots. Félagsmenn í Samflotsfélögunum geta núna farið beint inn á Starfsmennt og sótt um námskeið eins og ríkisstarfsmenn.

Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur ríkisins og stéttarfélaga innan BSRB um símenntun og starfsþróun. Setrið býður upp á fjölbreytt úrval starfstengdra námsleiða þar sem fræðsluþarfir starfsmanna ríma við starfsmarkmið stofnana. Námskeiðin eru haldin um allt land í samstarfi við vinnustaði og fræðsluaðila í krafti öflugs vefkerfis og faglegs samstarfsnets. Öll þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin og aðlöguð að þörfum stofnana eða starfshópa og án endurgjalds fyrir félagsmenn BSRB, sem hluti af samningsbundnum réttindum þeirra til starfsþróunar.

Sjá nánar hér og á heimasíðu Starfsmennt

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvað er í boði og nýta sér þetta tækifæri til náms.