Yfirfærsla á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Yfirfærsla á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga:
Með undirritun heildarsamkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaða er framundan metnaðarfullur og mikilvægur flutningur á stóru þjónustuverkefni sem varðar fatlaða einstaklinga í þessu landi og starfsfólk sem vinnur við málaflokkinn. Sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga nálgast nýtt viðfangsefni af auðmýkt og metnaði og býður fatlaða velkomna í þjónustu sveitarfélaganna og starfsfólk velkomið til starfa frá og með 1. janúar 2011 gangi nauðsynlegar lagabreytingar eftir á Alþingi Íslendinga.


Í langan tíma hefur staðið til að flytja heildarþjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Ástæðan er sú að flestir telja að sveitarfélögin geti gert enn betur en ríkið í þjónustunni, enda sinna sveitarfélögin nærþjónustu við íbúana. Með því að hafa þjónustuna á einni hendi, í þessu tilfelli hjá sveitarfélögunum, er dregið úr hættu á því að hin svokölluðu gráu svæði séu til staðar en þau verða alltof oft til þar sem ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar vísa hvort á annað varðandi þjónustu.

Lesa meira