Viðræður um kjarasamninga við ríkið hafnar

Viðræður aðildarfélaga BSRB og samninganefndar ríkisins um nýja kjarasamninga hófust í morgun. Viðræður við launanefnd sveitarfélaga og samninganefnd Reykjavíkurborgar hefjast á morgun.

Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB segir ljóst að fyrst og fremst verði horft til þess að hækka lægstu launin enda svigrúm til almennra hækkana mjög lítið. Þá segir Árni Stefán að aðildarfélög BSRB leggi áherslu á réttindamál í viðræðunum.

Stefnt er að því að ljúka viðræðum sem fyrst.

Öll aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið eru aðilar að þessum viðræðum utan Sjúkraliðafélags Íslands.