Viðræðum um stöðugleikasáttmálann ljúki 9. júní20.5.2009

Viðræður um þríhliða samkomulag samtaka launafólks, atvinnurekenda og ríkisins hófust í gær en stefnt er að því að viðræðum um stöðugleikasáttmála þessara aðila ljúki 9. júní nk.

Þeir aðilar sem koma að þessum viðræðum eru fyrir hönd samtaka launafólks fulltrúar frá BSRB, ASÍ, BHM, KÍ og Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Fyrir hönd atvinnurekenda eru það SA, fjármálaráðuneytið og Launanefnd sveitarfélaga.

Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og formaður þingflokks Vinstri grænna komu á fund viðræðunefndarinnar í gær til að ræða um hvernig samráð við ríkisstjórnina yrði háttað.

Aðstaða samningsaðila er mismunandi. Þannig eru SA og ASÍ með gildandi samninga en launahækkunum þeirra var frestað. Starfsmenn ríkisins hafa verið með lausa samninga síðan í mars og samningar starfsmanna sveitarfélaga verða lausir næsta haust.