Vinnandi vegur - nýtt átak fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur

Vinnandi vegur er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins. Með átakingu gefst atvinnurekendum kostur á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda. Átakið beinir sjónum sérstaklega að einstaklingum sem hafa verið án vinnu lengur en 12 mánuði.


Fyrirtæki og stofnanir geta geta ráðið starfsmann sem hefur verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur og fengið 167.176 kr. á mánuði í styrk upp í kjarasamningsbundin laun, auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Tímalengd ráðningarstyrks getur verið allt að 12 mánuðir. Ráðið starfsmann sem hefur verið án vinnu skemur en 12 mánuði og fengið allt að 6 mánaða styrk sem miðast við bótarétt starfsmannsins upp í kjarasamningsbundin laun, auk 8% framlags í lífeyrissjóð.

Átakið er tímabundið og stendur eingöngu frá 15. febrúar til 31. maí og tekur til ráðninga á því tímabili. Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vef Vinnumálastofnunar -
http://www.vinnumalastofnun.is/vinnandivegur/.