Vika vistvænnar orku

Vika vistvænnar orku verður haldin í Brussel og víðar í Evrópu dagana 28. janúar - 1. febrúar nk. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um vistvæna orku, en sérstök áhersla verður lögð á hlutdeild og ábyrgð sveitarfélaga í þeim efnum. Fjölbreytt dagskrá verður í Brussel alla vikuna og meðal þess sem í boði verður eru fyrirlestrar um nýtingu jarðvarma á Íslandi.