Verkefnastjórnun-vinnulag sem virkar-Fjarnám-Ísafjörður og Hólmavík

Námslýsing 
Verkefnastjórnun er vinnulag sem verður æ algengara bæði vegna þess að það kemur til móts við óskir margra starfsmanna um fjölbreyttara verksvið og aukna ábyrgð. Stofnanir kalla einnig eftir frumkvæði og áhuga starfsmanna til að greiða leið breytinga og nýjunga á vinnustað. Aðferðir verkefnastjórnunar tryggja yfirsýn og þátttöku allra og eru þannig ein leið til að hafa áhrif á og móta umhverfið.  Þetta námskeið er ætlað þeim sem horfa til framtíðar og vilja efla sig í starfi, burtséð frá því hvaða störfum er sinnt í dag. Verkefnastjórnun kemur allstaðar að notum. Aðferðirnar sem kynntar verða á námskeiðinu fela í sér að fylgja hugmynd eftir frá því að hún kviknar og þar til hún er orðin að veruleika og tryggja yfirsýn og efndir. 

Starfsumhverfi okkar og störf taka örum breytingum í takt við almenn samfélagslega þróun. Því ræður ört vaxandi hlutur upplýsinga- og samskiptatækni, aukin alþjóðavæðing og samkeppni og auknar kröfur á vinnustað um skilvirkni og þátttöku. Margir starfsmenn finna fyrir því að starfssvið þeirra víkkar og ábyrgð eykst og oft reynist erfitt að hafa yfirsýn yfir margþætt verkefni. 

Þessu námskeiði  er ætlað að virkja starfsfólk til að taka þátt í þróun þekkingar með því að læra hvernig útfæra má hugmyndir frá upphafi til enda. Áhersla verður lögð á ýmiskonar nýbreytni og þjónustuverkefni innan stofnana sem bæði er ætlað að bæta gæði og þróa nýjungar á ákveðnum starfssviðum. Á námskeiðinu verður kynnt hugmyndafræði verkefnastjórnunar, helstu aðferðir, hugbúnaðarlausnir, tæki og tól. Einnig er farið í hvernig verkefnastjóri getur virkjað samstarfsfólk sitt til athafna, undirbúningi samstarfsfunda og gildi upplýsingaflæðis til allra þátttakenda. Kynnt verða raunveruleg samstarfsverkefni sem heppnast hafa vel og farið í hvernig kynna má niðurstöður og tryggja stöðugleika og framhaldslíf góðra verkefna.

Markmið

 • Að kynnast helstu aðferðum verkefnastjórnunar
 • Að gera sér grein fyrir gildi hugmyndavinnu og nýsköpunar af öllum stærðargráðum
 • Að átta sig á hlutverki stjórnandans
 • Að kynnast helstu aðferðum kynningarstarfs og miðlunar niðurstaðna
 • Að þátttakendur fái innsýn í  mikilvægi markmiðasetningar og áætlanagerðar
 • Að þátttakendur átti sig á gildi samvinnu í verkefnastjórnun
 • Að þátttakendur þekki og kunni að beita opnum hugbúnaðarlausnum sem notast má við verkefnastjórnun

Námsþættir

 • Afhverju verkefnastjórn og gildi hugmyndavinnu? (8 kst)
 • Hugbúnaðarlausnir og hagnýt nálgun (8 kst)
 • Að virkja hópinn og miðla upplýsingum (4 kst)
 • Kynningarmál og markmiðasetning (2 kst)
 • Raunhæf verkefni og kynning (2 kst)

Nánari námslýsingu má finna hér.

Lengd 
24 kst

Kennsluaðferðir  
Um er að ræða fyrirlestra, umræður og hópavinnu og einnig verða kynnt raunveruleg umbótaverkefni sem tekist hafa vel. Námsefni samanstendur af glærum, kynningarbæklingum og vísað verður á ítarefni eftir þörfum. Þá verða upplýsingar um vel unnin verkefni s.s í formi skýrslna eða heimasíðna gerð þátttakendum aðgengileg.

Mat og fyrirkomulag náms 
Til þess að útskrifast af námskeiði þarf 90% mætingu og virka þátttöku í tímum. 
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum og verkefnum.

Staður og stund 
12 . febrúar - 19. mars, kennt á þriðjudögum frá kl. 13.00 - 15.50.   
Námið fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík en fjarkennt verður  til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafirði ef næg þátttaka fæst. 

Umsjón 
Sveinn Áki Sverrisson, véltæknifræðingur, ásamt gestakennurum.

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar

Verð fyrir greiðandi þátttakendur: 36.000 ISK.

 

Skráning fer fram hér http://smennt.is/smennt/namskeid/?ew_0_cat_id=27855&ew_0_p_id=22702967&courseid=1483&searchparam1=courseid=1483&coursetype=0