Vegna Covid-19

Í ljósi ráðlegginga sóttvarnarlæknis vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hvetur FOS-Vest félagsmenn sína til að nýta sér rafræn samskipti við skrifstofu félagsins. Félagsmönnum er einnig bent á að heimasíða FOS-Vest hefur að geyma gagnlegar upplýsingar og þar er hægt að sækja um styrki.

 

Einnig er ljóst að kynning á nýjum samningum verður með öðrum hætti en verið hefur .  

Við erum að bíða eftir að fá í hendurnar kynningarefni, sem verið er að útbúa. Gerum ráð fyrir að það verði allt komið í hús á mánudag.

Við munum senda allt kynningarefni rafrænt á félagsmenn og vonum að félagsmenn verði duglegir að kynna sér nýju samningana.  Ef eitthvað verður óljóst er alltaf hægt að hafa samband við skrifstofuna.