Úthlutunarreglur orlofsnefndar Samflots. St.Fjallabyggðar, Fos.Vest., SDS og Stavey.

 

 

 

 

 

 

 

 1. Punktastaða félagsmanna og lífaldur ráða úthlutunum í orlofshúsum okkar.
 2. Allir félagsmenn geta sótt um á úthlutunartímum, þó þeir eigi fáa eða enga punkta. Við úthlutun getur punktastaða viðkomandi farið í mínus. Olofshús sem bókuð eru utan sumarúthlutunartíma kosta ekki punkta.
 3. Fyrir sumarorlof er auglýstur umsóknartími og allar umsóknir leggjast í afgreiðslugrunn kerfisins og bíða úthlutunar. Á fyrirfram ákveðnum degi er síðan úthlutað og félagsmönnum sem fá úthlutað, gefin ákveðin frestur til að greiða fyrir sína úthlutun. Berist greiðsla ekki á réttum tíma mun orlofsnefnd úthluta öðrum umsækjanda orlofshúsið.
 4. Úthlutun á vetrartíma skerðir ekki rétt og möguleika félagsmanna til úthlutunar á sumartímabili.
 5. Ellilífeyris og örorkuþegar sem voru félagsmenn a.m.k. 12 mánuði fyrir starfslok, halda fullum réttindum.
 6. Aðeins er úthlutað einni viku í einu. (á ekki við orlofshús á Spáni)
 7. Sumarorlofstímabilið er frá síðasta föstudegi í maí að öðrum föstudegi í september.
 8. Helgarleiga t.d. yfir vetrartímann er áætluð frá kl.15:00 á föstudegi og til kl: 13.00 á sunnudegi. Helgarleiga hefur engin áhrif á úthlutanir yfir sumartímann.
 9. Félagsmönnum er algjörlega óheimilt að úthluta orlofshúsnæði til annarra.
 10. Reglur fyrir skilum: Ef íbúðum eða bústöðum er skilað með skemmri fyrirvara en viku, þá endurgreiðist leigan ekki nema húsnæðið leigist út aftur. Ef skilað er með 2ja vikna fyrirvara þá endurgreiðisast 50% af leigunni, nema húsnæðið leigist út aftur. Ef skilað er með 3ja vikna fyrirvara eða meira, þá endurgreiðist leigan að fullu.
 11. Niðurgreiddir hótelmiðar. Félagmaður getur fengið keypta allt að 6 hótelgreiðslumiða í einu.
 12. „Orlof að eigin vali“ er styrkur til niðurgreiðslu orlofsúrræða, annarra en þeirra sem orlofsumhverfi Samflots býður uppá. Hægt er að sækja um annað hvert ár. Styrkur  fæst ekki ef viðkomandi félagsmaður hefur fengið úthlutað orlofshús á sama ári á sumarorlofs-tímabilinu.
 13. Orlofsnefnd Samflots áskilur sér rétt á að breyta þessum úthlutunarreglum ef upp koma breyttar aðstæður.