Úthlutun orlofsumsókna vegna sumarsins 2013 lokið

Úthlutun orlofsumsókna vegna sumarsins 2013 er nú lokið.

Allir þeir sem sóttu um hafa fengið tölvupóst á það póstfang er gefið var upp á orlofsumsókn.

Frestur til að ganga frá greiðslu vegna orlofshúsa er til og með 8.maí n.k.

 

Ekki var unnt að verða við óskum allra að þessu sinni, þeir aðilar sem ekki fengu úthlutað orlofshúsi fara sjálfkrafa á biðlista fyrir það tímabil sem óskað var eftir. 

 

Frá og með 10. maí eiga félagsmenn sem ekki fengu úthlutað möguleika á að bóka sig á það tímabil sem út af stendur eftir úthlutun og einnig á það tímabil sem hugsanlega gæti verið skilað inn.

Þar gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 456-4407.