Ungt fólk til athafna - Ísafirði

Síðastliðinn mánudag hófst námskeiðið Ungt fólk til athafna - Ísafirði - fyrir fólk með framtíð! en um er að ræða námskeið sem er samsett nám úr námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og námi í Menntaskólanum á Ísafirði ásamt starfkynningum o.fl.. Nemendur taka færni í ferðaþjónustu og aftur í nám sem veita einingar á framhaldsskólastigi og fara auk þess í valkvætt verknám að eigin vali í Menntaskólanum og fá einingu fyrir. Þá fá nemendur námskynningu og námstæknikennslu á námskeiðinu sem er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Menntaskólans á Ísafirði og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. GSG