Ungt fólk og vinnumarkaðurinn.

Athygli er vakin á hádegisfyrirlestri Rannsóknastofu í vinnuvernd föstudaginn 6. febrúar. Ber hann heitið Ungt fólk og vinnumarkaðurinn.
Fyrirlesarar eru Laufey Eydal og Elísabet Magnúsdóttir hjá samkipsta- og þróunarsviði VR.

Fyrirlesturinn er helgaður ungu fólki á vinnumarkaðnum. Laufey og Elísabet munu meðal annars fara í gegnum réttindi þeirra og skyldur. Inn í fyrirlesturinn er svo fléttað leiknu efni sem unnið er af Jóni Gnarr, þar sem tekið er fyrir vinnutengd atvik af ýmsum toga sem oft getur verið erfitt að takast á við.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201 kl. 12-13.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.