Umsóknir um jólavikur í íbúðum á vegum Samflots

Mánudaginn 17. nóvember n.k. verður opnað fyrir umsóknir um jólavikurnar í íbúðum Samflots. Umsóknarferlið er til 21. nóvember og úthlutað verður 22. nóvember. Í boði eru tvær vikur og getur hver félagsmaður sótt um 1 viku.

Vikurnar sem í boði eru: 19. – 26. desember og 26. des. – 2. jan. 2015.

Þann 17. nóvember verður líka opnað fyrir umsóknir í janúar, febrúar og mars 2015.