Umsóknir hjá Styrktarsjóði BSRB

Félagsmönnum BSRB sem eiga rétt til úthlutanna úr Styrktarsjóði BSRB er bent á að sjóðurinn tekur nú við umsóknum rafrænt á heimsíðu sinni. Enn er þó hægt að skila umsóknum með gamla laginu en stefnt er að því að allar umsóknir muni berast rafrænt á komandi ári.

Mikilvægt er að taka afrit, annað hvort á tölvu eða prenta út, þegar sótt hefur verið um. Auk þess er gott að taka ljósrit af greiðslukvittunum og öðrum fylgigögnum sem fylgja umsóknum. Frekari aðstoð veita skrifstofur stéttarfélaganna og skrifstofa BSRB.