Trúnaðarmannanámskeiðin hefjast í október

Nú styttist í fyrstu trúnaðarmannanámskeið BSRB en skráning er hafin hér á vef BSRB. Námskeiðið er haldið af Félagsmálaskóla alþýðu fyrir alla talsmenn stéttarfélaga og hvetur BSRB sem flesta til að nýta sér það.

 

Mikilvægt er að félagsleg fræðsla trúnaðarmanna sé sem allra best og allir trúnaðarmenn fái tækifæri til að sækja trúnaðarmannanámskeið.  Á síðasta misseri var því boðið uppá sameiginleg trúnaðarmannanámskeið fyrir öll stéttarfélög innan ASÍ og BSRB.  Mæltist það vel fyrir og voru þau vel sótt.  Því er fyrirhugað er að bjóða uppá áframhaldandi námskeið á sjö stöðum á landinu, á haustönn 2012.

Hægt er að nálgast yfirlit námskeiða vetrarins og skrá sig í þau hér á heimasíðu BSRB (undir liðnum „Bókun námskeiða" hér til hægri). Þar má líka sjá stundartöflur hvers námskeiðs fyrir sig ásamt námsefni og lista yfir leiðbeinendur. Frekari upplýsingar má svo nálgast á heimasíðu Félagsmálaskóla alþýðu - http://www.felagsmalaskoli.is/ - og Ásthildi hjá skrifstofu BSRB - asthildur@bsrb.is.