Trúnaðarmannanámskeið - Þrep 1. 26-28.september 2012

Trúnaðarmannanámskeið - þrep 1 verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu þann 26-28.september n.k.
Trúnaðarmannanámskeiðið verður haldið í samstarfi við önnur félög innan ASÍ.

Jafnframt verður boðið uppá áframhaldandi námskeið ef næg þátttaka næst fyrir þrep 1. 

Trúnaðarmenn missa ekki laun sín vegna námskeiðsins, en tilkynna þarf til yfirmanns með fyrirvara hvenær námskeiðið mun vera.


Vinsamlega skráið ykkur á heimasíðu félagsmálaskóla og sendið einnig staðfestingu á að þið sækið námskeiðið á fosvest@fosvest.is . Félagið hvetur trúnaðarmenn sem ekki hafi lokið þrepi 1 til að skrá sig sem fyrst, síðast féll námskeiðið niður vegna ófullnægjandi þátttakendafjölda.

Námskeiðið verður trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. Skráning þarf að hafa borist 10 dögum fyrir áætlaðan námskeiðsdag á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is
Nánari upplýsingar má fá hjá Maríu S. Haraldsdóttur  í síma 535-5615.