Trúnaðarmanna námskeið mánudaginn 25.janúar 2010

Kæru trúnaðarmenn.

 

Mánudaginn  25.janúar n.k. mun félagið vera með námskeið fyrir trúnaðarmenn í samstarfi við Verk-Vest.

Námskeiðin eru „Að stjórna eigin hugarfari og vellíðan“ og „Erfiðu mál trúnaðarmannsins“ og er áætlað að námskeiðið byrji kl. 09:00 og verði fram eftir degi til ca 16:00. 

Námskeiðið mun vera haldið í húsi Verk-Vest Pólgötunni.

 

Mikilvægt er að allir trúnaðarmenn sæki námskeiðið.


Trúnaðarmenn missa ekki laun sín vegna námskeiðsins, en tilkynna þarf til yfirmanns með fyrirvara hvenær námskeiðið mun vera.

Úr kjarasamningi bæjarstarfsmanna.
5.1.4 Þeir félagsmenn viðkomandi starfsmannafélaga sem kjörnir eru á þing BSRB og til annarra fundasetu á vegum félagsins skulu til þess fá frí á fullum launum enda sé haft samráð við viðkomandi yfirmann.

Úr samkomulagi um trúnaðarmenn, gildir fyrir alla.

3. gr.
Trúnaðarmönnum skal heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum stéttarfélagsins í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum.

Þeir sem kjörnir eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum.

Í öllum framangreindum tilvikum skal tilkynna yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um slíkar fjarvistir.

Skrifstofa félagsins er að hringja út í alla trúnaðarmenn og fara yfir skráningar, mikilvægt er að allir trúnaðarmenn sjái sér fært um að mæta á námskeiðið. 

Sendur verður út tölvupóstur til trúnaðarmanna með frekari upplýsingum um námskeiðið, ef trúnaðarmenn hafa skipt um netfang þá er mikilvægt að þeim upplýsingum verði komið til skrifstofu félagsins.

 

Á námskeiðinu mun vera farið yfir:

 

Erfiðu mál trúnaðarmannsins
Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna um hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Sum hver eru léttvæg og fylgja amstri hversdagsleikans en önnur mál eru þung og viðkvæm. Í þessari vinnustofu verður trúnaðarmönnum gefinn kostur á því að taka þátt í umræðum um hvernig gagnlegt er að koma að sumum þeim málum sem upp kunna að koma. Þátttakendur geta komið með mál sem þeir eru að glíma við og rætt við aðra trúnaðarmenn og sérfræðinga um þau. Ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt í vinnustofunni. Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust, kynferðisleg áreitni, hlutverk trúnaðarmanns á krísutímum og ágreiningur samstarfsmanna.

Vinnustofan er fyrir trúnaðarmenn sem vilja dýpka eigin þekkingu og færni í að takast á við trúnaðarmannahlutverkið af enn meiri festu og öryggi en áður.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
• Hlutverk trúnaðarmannsins
• Ráðgjafarhlutverkið
• Að vera faglegur og þekkja sín eigin mörk
• Siðferði og traust í trúnaðarmannahlutverkinu

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson
Dags: 25.janúar kl. 09:00 – 12:00
Staður: Verk Vest - Pólgötunni
Fyrir hverja: Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda

Að Stjórna eigin hugarfari og vellíðan
Það eru nokkur atriði sem við öll getum lært af farsælum einstaklingum. Það ,ikilvægasta er hvernig þeir hugsa og hvernig þeir vinna úr þeim atburðum sem gerast í kringum þá. Á fræðimáli kallast þessi eiginleiki „siegla“ eða á ensku „resilience“. Við þurfum öll á seigæu að halda til að ná okkur eftir bakslög og takast á við daglegar hindranir. Einstaklingar sem búa yfir seiglu halda rós sinni undir pressu og stjórna hvötum sínum. Þeir „lesa“ annað fólk og skilja hvernig því líður. Þeir trúa að þeir hafi áhrif á það hvert þeir stefna og að aðrir geti tekist á mótlæti. Mat þeirra á aðstæðum og orsökum vandamála er raunhæft og þeir takast á við nýjar áskoranir og stækka þannig stöðugt öryggissvæði sitt. Rannsóknir sýna að við getum breytt því hvernig okkur líður með því að breyta hugsunum okkar, því að það sem stjórnar okkar er ekki það sem gerist í kringum okkur heldur hvernig við túlkum það sem gerist. Lykillinn að seiglu er því rökréttar hugsanir.

Á námskeiðinu verður farið yfir sjö þætti seiglu, hvernig þeir birtast og hvernig við getum aukið seigluna.

Hér er á ferðinni efni sem er nauðsynlegt öllum þeim sem vilja öðlast meiri persónulegan styrk.

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson
Dags: 25.janúar kl. 13:00 – 16:00
Staður: Verk Vest - Pólgötunni
Fyrir hverja: Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda