TÍMBUNDIN AÐSTOÐ TIL ALLRA SEM ÞURFA

Fólk og fjölskyldur sem eiga um sárt að binda geta leitað til þessa hóps eftir fjárhagslegri aðstoð. Ekki skiptir máli hvar á landinu þú ert. Póstfangið hér fyrir neðan er tengiliður til þeirra sem úthluta fjármagni. sumarhjalpin@internet.is eins er þeim sem vilja aðstoða eða leggja til fjármagn einnig bent á að hafa samband í sama póstfang. 


Hópur fólks úr grasrótarstarfi sem unnið hefur að velferðarmálum og bættum kjörum þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu ákváðu að stofna stuðningsfélagið Sumarhjálpina.
Hugmyndin kviknaði þegar öll góðgerðarfélgögin lokuðu vegna sumarleyfa. Það er mjög erfitt fyrir marga að þurfa að sækja um slíka aðstoð en enginn á að þurfa að svelta á Íslandi í dag.
Þangað geta fjölskyldur jafnt sem einstaklingar sem þurfa á brýnni aðstoð að halda sent inn eða hringt og gefið upp nauðsynlegar upplýsingar fyrir umsókn um styrk og munu starfsmenn Sumarhjálparinnar gæta fyllsta trúnaðar.
Til að flýta fyrir allri aðstoð þá hefur félagið fengið til liðs við sig aðila sem styðja þennan málstað heilshugar. Má þar m.a. nefna Sr. Þórhallur Heimisson prest í Hafnarfirði, sem hefur verið stjórn Sumarhjálparinnar til aðstoðar og ráðgjafar.
Þessi hjálp er því miður nauðsynleg þar sem ótal margir einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki til hnífs og skeiðar, og það má ekki gerast í okkar þjóðfélagi að fólk svelti.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir þá landsmenn sem verst eru settir eftir að Kreppan skall á.
Stuðningsfélagið Sumarhjálpin munu í framhaldi leyfa landsmönnum að fylgjast með þessu verkefni.
Við leytum til fyristækis þíns til að styðja við bakið á þessu verkefni Sumarhjálparinnar með frjálsu framlagi, en allar upphæðir eru vel þegnar, því eins og gamla máltækið segir „Margt smátt, gerir eitt stórt,,.
Ath. Sumarhjálpin hefur nú þegar hafist handa við að hjálpa fólki um allt land.
Með fyrirfram þakklæti, og von um bjarta framtíð fyrir alla Íslendinga,
Kær kveðja sumarhjálp
Stuðningsfélagið Sumarhjálpin kt. 550710- 0720 Netng.: sumarhjalpin@internet.is