Styrkir Styrktarsjóðs BSRB hækka

Stjórn Styrktarsjóðs BSRB hefur ákveðið að hækka styrki verulega frá og með 1. janúar 2011. Er það gert til að koma til móts við félagsmenn vegna niðurskurðar og vaxandi atvinnuleysis. Svo dæmi sé tekið mun fæðingarstyrkur hækka úr 170.000 krónum í 220.000 krónur miðað við 100% starf. Miðast hækkunin við börn fædd eftir 1. janúar 2011, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir 2011 hyggst ríkisstjórnin skerða greiðslur til fæðingarorlofssjóðs.

Þá má nefna að styrkur til sjúkraþjálfunar hækkar úr 1.000 í 1.500 fyrir hvert skipti og styrkur til meðferðar hjá sálfræðingi hækkar úr 4.500 í 5.000 í hvert skipti. Nýmæli er að framhaldsrannsókn vegna krabbameinsleitar á vegum Krabbameinsfélags Íslands, verður styrkt um allt að 10.000 og einnig getur sjóðfélagi fengið styrk til krabbameinsskoðunar í ristli og blöðruhálskirtli að hámarki 10.000.

Sjá nánar