Stöðugleikasáttmálinn að fæðast

Fulltrúar BSRB og aðila vinnumarkaðarins áttu í gær fund með ríkisstjórninni þar sem hugmyndir um stöðugleikasáttmála voru ræddar áfram. Þessir aðilar hittust svo aftur í morgun. Í dag kl. 14 ætlar stóra samninganefndin að hittast og í framhaldi af því er fyrirhugaður nýr fundur með ríkisstjórninni þar sem stefnt er að því að ganga frá stöðugleikasáttmálanum.

Í framhaldi af þeirri vinnu munu svo hefjast viðræður fulltrúar ríkis og sveitarfélaga við BSRB og önnur samtök opinberra starfsmanna um kjarasamninga og er stefnt að því að ljúka þeim viðræðum fyrir mánaðamót.