Stöðugleikasáttmáli milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar Íslands

Samtök opinberra starfsmanna, BHM, KÍ og BSRB hafa tekið þátt í samráði aðila vinnumarkaðarins um kjarasamningagerð og forsendur hennar í ljósi efnahagsþrenginga í landinu. Myndin af umfangi fjárhagsvandans er fyrst nú að skýrast og er mun dekkri en lá fyrir við upphaf vinnunnar. Samtökin hafa lagt áherslu á að verja störf og kjaraumhverfi félagsmanna. Stöðugleikasáttmáli er mikilvægur grundvöllur uppbyggingar og endurreisnar í landinu jafnframt því að mynda umgjörð fyrir vinnu við gerð kjarasamninga til ársloka 2010. Samtök opinberra starfsmanna telja nauðsynlegt að mynda enn breiðari grundvöll undir áframhaldandi vinnu með stjórnvöldum við uppbyggingu efnahags, atvinnulífs og kjara í landinu og að í þeirri vinnu verði jafnræði allra aðila tryggt.

F.h. BHM, BSRB og KÍ
Guðlaug Kristjánsdóttir, Árni Stefán Jónsson, Eiríkur Jónsson