Stöndum saman og fjölmennum í kröfugöngu 01.maí.

FOS-Vest óskar félagsmönnum og vestfirðingum öllum gleðilegs sumars, og hvetur félagsmenn í að taka þátt í kröfugöngunni 01.maí.
Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Fjölmennum og stöndum saman.

Dagskrá 01.maí er þannig:
Byggjum réttlátt samfélag og tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.
Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.
Dagskráin í Edinborg:


Ræðumaður dagsins
Matthildur Jónu og Helgadóttir feministi og framkvæmdastjóri.

Lúðrasveit tónlistaskólans
Stjórnandi Madis Maekalle.

Tónlistaratriði
Kristín Hálfdánardóttir frá Bolungarvík leikur á harmoniku.

Pistill dagsins
Guðný Harpa Henrýsdóttir.

Við heimtum aukavinnu!
Atriði úr þessari skemmtilegu sýningu sem Litli leikklúbburinn og Kómedíuleikhúsið setti upp í vetur. Sýningin er alþýðleg leik- og söngskemmtun byggð á ljóðum og lögum Jónasar og Jóns Múla Árnasona.

Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar
í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

Kvikmyndasýningar fyrir börn
í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Ljósmyndasýning í Edinborg
Skemmtilegar ljósmyndir úr mannlífinu í gegnum tíðina. Sýningin stendur í viku.

Sjá einnig frétt af bb.is hér