Starfslokanámskeið sent um fjarfundarbúnað

Starfslokanámskeið BSRB sem haldið verður 26. - 28. janúar verður sent um fjarfundarbúnað til eftirtalinna staða: Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Egilsstaða, Hafnar á Hornafirði, Vestmannaeyja og Selfoss. Námskeiðið hefst alla dagana kl. 16.30 og stendur til kl. 19.00. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í BSRB og mökum þeirra. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 23. janúar.
Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu BSRB, sími 5258300. Einnig er hægt að skrá sig í netfangið bsrb@bsrb.is Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í aðildarfélögum BSRB og maka þeirra. Sjá nánar
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1476/

 

Móttökustaðir fjarfundanna eru:
Ísafjörður, fundarsalur Heilbrigðisstofnunarinnar.
Sauðárkrókur, Farskólinn.
Akureyri, Háskólinn Akureyri, Sólborg, Norðurslóð 2.
Egilsstaðir, Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39e.
Höfn í Hornafirði, Þekkingarnet Austurlands, Nýheimum.
Vestmannaeyjar, Viska, Strandvegi 50.
Sjá dagskrá námskeiðsins