Starfslokanámskeið 17.mars kl.18:30-20:30.

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður með starfslokanámskeið á vegum félagsmálaskóla alþýðu í samstarfi við Verk-Vest þann 17.mars 2010. Námskeiðið verður haldið í húsi Verk-Vest að Pólgötu 2. Ísafirði. kl. 18:30-20:30. Námskeiðið er frítt fyrir alla félagsmenn FOS-Vest sem eru 66 ára og eldri og trúnaðarmenn félagsins.

Um námskeiðið:
Starfslok – að hverju þarf að huga?

Mörgum reynast starfslok vegna aldurs, eða af öðrum orsökum, erfið. Fólk kvíðir því að fjárhagurinn þrengist, það kvíðir aðgerðarleysinu og þannig mætti áfram telja. Það er þó óvissan sem reynist mörgum erfiðust. Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis þau atriði sem rétt getur verið að benda fólki á við starfsflok, t.d. þau er varða fjármálin, búsetumál, auknar frístundir og hvernig best sé að verja þeim og fleira. Leitað verður svara við spurningum eins og: Á hverju lifi ég? Hvernig líður mér? Hvar og hvernig bý ég? Hvernig nota ég tímann? Markmið námskeiðsins er að trúnaðarmenn og talsmenn geti stutt samstarfsfólk sitt sem hugsanlega stendur frammi fyrir því að starfsferli þeirra sé að ljúka.

Leiðbeinandi: Ingibjörg Stefánsdóttir

Skráning á námskeiðið er á skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða í gegnum netfangið fosvest@fosvest.is (nafn, kt, heimili, sími.)
Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsin