Spánn - opnað fyrir úthlutun fyrir páska og sumar 2017

Ágæti félagsmaður,

Nú fer að styttast í að félagsmenn fari að velta fyrir sér orlofsmöguleikum næsta árs. Eins og þið vitið þá erum við 4 bæjarstarfsmannafélög í samstarfi um orlofsmál og hefur það gengið vel.

Eitt af því sem við bjóðum upp á er hús á Spáni, nánar tiltekið í Torrevieja á Costa Blancaströndinni, við höfum verið með þetta hús í þrjú ár þannig að þið kannist við þetta. Þeim sem vilja skoða þennan möguleika nánar viljum við benda á vefslóðina www.tilspanar.is.  Þar eru allar upplýsingar um húsið og næsta nágrenni og reyndar allt sem skiptir máli um húsið.

Við viljum með þessu bréfi benda á að við opnum fyrir umsóknir fyrir komandi ár þann 10. október og umsóknarfrestur er til og með 23. október. Úthlutun fer fram 24. október og þá verða send bréf til þeirra sem sækja um. Með þessu erum við að bregðast við óskum félagmanna sem vilja geta séð snemma hvort þeir fái úthlutað húsi á Spáni á næsta ári.

 

Félagsmenn fara sjálfir inn á orlofsvefinn og ganga þar frá sinni umsókn.

 

Gangi ekki allar vikur/tímabil út í þessu umsóknarferli geta félagmenn sótt um þær vikur sem verða lausar og þá gildir reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær. Opnað verður fyrir þann möguleika í byrjun nóvember.

 

Sjá nánar hér