Sálrænn stuðningur í efnahagsþrengingunum

Elín Jónasdóttir sálfræðingur Rauða krossins mun halda fyrirlestur á vegum BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu í fundarsölunum á jarðhæð BSRB - hússins þriðjudaginn 11. nóvember kl. 9:00 - 10:30. Fyrirlesturinn fjallar um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum og er hugsaður fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BSRB.
Fundurinn verður sendur í fjarfundarbúnaði til 6 staða á landinu. Það er til Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Egilsstaða, Vestmannaeyja og Selfoss. Skráning á námskeiðið er á skrifstofu BSRB í síma 525 8300, eða í netfang bsrb@bsrb.is
Móttökustaðir fjarfundanna eru:
Ísafjörður, fundarsalur Heilbrigðisstofnunarinnar.
Sauðárkrókur, Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Akureyri, Símey, Þórsstíg 4.
Egilsstaðir, Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39e.
Vestmannaeyjar, Viska, Strandvegi 50.
Selfoss, Fræðslunet Suðurlands, Tryggvagötu 25.

BSRB býður upp á kaffi og meðlæti á fundunum.
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og honum síðan streymt á heimasíðu BSRB.