Skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga 2007

Komin er út skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga sem haldið var þann 30. nóvember 2007 á Hilton Nordica hóteli undir yfirskriftinni „Framtíðarskólinn". Áherslur þingsins voru þríþættar á grundvelli þess gróskumikla starfs í málefnum skóla og menntunar sem settu mark sitt á allt síðasta ár og langt fram á þetta ár. Fjallað var um tvö af fjórum skólafrumvörpum, sem urðu að lögum á vorþingi 2008, fyrstu skólamálastefnu sambandsins og síðast en ekki síst afrakstur tímamótasamstarfs sveitarfélaga, Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands um mótun faglegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf til ársins 2020. Sjá nánar

 

http://www.samband.is/news.asp?id=369&news_id=1317&type=one