Skrifað undir samning við SNR

Skrifað var undir breytingar og framlengingu á kjarasamningi Samflots og SNR f.h. fjármálaráðherra  í húsakynnum sáttasemjara kl. 19:30 föstudaginn 28. mars.

 

Meginatriði samningsins eru að:

 

Gildistími er frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015.

 

Hækkun launa er 2.8% eða 8.000 kr. að lágmarki fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Á launataxta lægri en 230.000 kr.komi sérstök hækkun til viðbótar um 1.750 kr.

 

Við samþykkt kjarasamnings greiðist sérstök eingreiðsla, 14.600 kr., m.v. fullt starf hverjum starfsmanni sem var við störf í febrúar 2014 og er enn í starfi 1. mars 2014. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í febrúar. Eingreiðslan nær til allra starfsmanna í föstu ráðningarsambandi utan þeirra sem eru í launalausu leyfi.

 

1.4.2015:  Eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu. Eingreiðslan nær til allra starfsmanna í föstu ráðningarsambandi utan þeirra sem eru í launalausu leyfi.

 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningnum skulu ekki vera lægri en 214.000 kr. á mánuði frá 1. febrúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun.

 

Desemberuppbót verður 73.600 kr. á árinu 2014.

Orlofsuppbót verður 39.500 kr. á árinu 2014.

 

Atkvæðagreiðslu skal lokið fyrir kl. 16:00 þann 16. aprík 2014.