Skrifað undir nýjan kjarasamning milli Samflots og Samningarnefndar Sveitarfélaga

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning milli Samflots og Samninganefndar Sveitafélaganna. Samningurinn frá 2011 hafði gildistíma til 30. september 2014, en með sérstöku samkomulagi er þeim, gildistíma breytt og nýi samningurinn tekur gildi 1. maí 2014 og gildir til 30. apríl 2015.

 

Um er að ræða framlengingu á gildandi samningi þar sem megináhersla er lögð á að leiðrétta launatöflu og tengitöflu við starfsmat. Hækkun launa er í tveim áföngum. 1. maí 2014 tekur ný launatafla og tengitafla við Starfsmat gildi sem hefur þau áhrif að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en hærri laun. 1. janúar 2015 tekur ný launatafla gildi, en þá er launahækkunin jafnari á lægri og hærri laun. Meðaltalshækkun á tímabilinu er um 8,6 %.

Lágmarkslaun verða 229.549.- frá 1. maí 2014 .

Desemberuppbót á árinu 2014 verður 93.500.- sem er 15,9% hækkun.

Síðan eru breytingar á einstökum greinum og bókanir, en samninginn er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins www.fosvest.is .

 

Kynningarfundir og atkvæðagreiðsla verða á eftirtöldum stöðum:

 

Patreksfirði       9. júlí  kl. 11:00  á skrifstofu Vesturbyggðar

Tálknafjarðarhreppi      9. júlí kl. 13:00 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps

Ísafirði                 10. júlí kl. 17:00 á skrifstofu félagsins

Hólmavík            11. júlí kl. 11:00 á skrifstofu Strandabyggðar

Reykhólar           11. Júlí kl. 13:00 á skrifstofu Reykhólahrepps

 

Atkvæðagreiðsla verður á kynningarfundunum. Einnig verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins til miðvikudagsins 16. júlí n.k.

 

Stjórnin