Sinubruni í Munaðarnesi

Sinubruni varð í Munarnesi að kveldi 1. maí og mátti litlu muna að eldurinn bærist ekki í orlofshús á svæðinu. Eldurinn kviknaði vegna þess að börn höfðu farið óvarlega með eld og er brýnt að jafnt börn sem fullorðnir fari varlega með eld sérstaklega á þessum árstíma.

Slökkvilið Borgarbyggðar réð niðurlögum eldsins ásamt fólki á staðnum. barðist og tók það um klukkutíma. Hátt í einn hektari af kjarrri brann og stöðvaðist eldurinn einungis 12 metra frá því sumarhúsi sem næst stóð. Myndirnar tók Þuríður Einarsdóttir formaður Póstmannafélags Íslands.